Gerum færni innflytjenda sýnilega

Evrópuverkefninu VISKA (Visible Skills of Adults) lýkur senn og verður lokaráðstefna þess haldin hér á landi þann 4. febrúar 2020.

    Tilraunahluti verkefnisins hefur gengið vel hér á landi, þar sem 50 innflytjendur tóku þátt í raunfærnimati hjá IÐUNNI fræðslusetri og Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum. Verkefnið hefur stuðlað að sýnileika á hæfni innflytjenda og vottunar á henni. Ljóst er að huga þarf nánar að aðgengi innflytjenda að raunfærnimati, ráðgjöf og menntakerfinu. Nánari upplýsingar má finna á vef verkefnisins: www.viskaproject.eu.

    Lokaráðstefna verkefnisins verður haldin þann 4. febrúar nk, kl. 13.00 - 15.30 í húsnæði IÐUNNAR fræðsluseturs að Vatnagörðum 20 í Reykjavík. Hér er hægt að skrá sig.

    Fræðslumiðstöð atvinnulífsins og IÐAN-fræðslusetur hafa stýrt verkefninu hér á landi fyrir hönd Mennta- og menningarmálaráðuneytisins.

    Hafa samband

    Hafðu samband

    Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband