Viltu hlusta á hlaðvarp?

Það hægt að sækja ótal smáforrit (öpp) á bæði síma og spjaldtölvur til að hlusta á hlaðvörp. Hér er kennt á tvö þeirra.

    Hlaðvarp (e. podcast) er heiti á þáttum, sem helst má líkja við útvarpsþætti en eru alfarið gefnir út á netinu. Hlaðvörp eru stöðugt að sækja í sig veðrið og er úrval vandaðra hlaðvarpsþátta orðið gríðarmikið, bæði á íslensku og erlendri tungu. Það má hlusta á hlaðvörp í tölvum en algengast er að nýta síma til þess. Hér eru kynnt til sögunnar tvö vinsæl smáforrit til að fylgjast með og hlusta á hlaðvörp, annað fyrir IOS stýrikerfið og hitt Android.

    Við vekjum svo sérstaka athygli á hlaðvarpi IÐUNNAR, Augnablik í iðnaði þar sem umfjöllunarefnið er íslenskur iðnaður í öllum sínum fjölbreytileika.

    Hafa samband

    Hafðu samband

    Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband