Suðumolar fyrir sérfræðinga

Gústaf Adólf Hjaltason, sérfræðingur í málmsuðu, hefur sett saman nokkra gagnlega fræðslumola um stúf- og kverksuðu. Nú óskum við eftir hugmynd frá ykkur um fleiri slíka mola.

    Vel unnin myndskeið eru öflug leið til að miðla hvers kyns fræðsluefni. Myndskeið hafa fyrir löngu sannað notagildi sitt í kennslu og er það markmið okkar hjá IÐUNNI að bjóða upp á hagnýt kennslumynskeið samhliða hefðbundnum námskeiðum á sviðinu. Gústaf Adólf Hjaltason, sérfræðingur í málmsuðu, ríður hér á vaðið með fjögur myndskeið sem fjalla um undirbúning stúf- og kverksuðu og svo sjálft suðuverkiðVið gerum okkur grein fyrir að ekki hægt að kenna allt á þennan hátt. Það kemur auðvitað ekkert í staðinn fyrir verklega kennslu. Þetta er bara ein leið af mörgum til að miðla þekkingu og við viljum endilega nýta hana sem best. 

    Fleiri málmtæknimola

    Nú leitum við í baklandið okkar og til félagsmanna og óskum eftir hugmyndum að fleiri gagnlegum fræðslumolum. Hvaða fræðslu viltu sjá með þessu lagi? Hvaða gagnlegu myndskeið eigum við að vinna næst?

    Við tökum fagnandi á móti öllum hugmyndum hversu frammúrstefnulegar eða framkvæmanlegar sem þær kunna að vera. Við munum svo draga úr innsendum svörum og veita vegleg verðlaun fyrir hugmyndina sem kemur upp úr pottinum.

     

    Hafa samband

    Hafðu samband

    Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband