Um hlaðvörp

IÐAN fræðslusetur fór nýlega í samstarf við Önnu Marsibil Clausen um gerð örnámskeiðs um hlaðvörp. Nú er afraksturinn kominn á vefinn og er öllum aðgengilegur sem áhuga hafa á YouTube rás IÐUNNAR.

    Örnámskeiðinu er skipt niður í sex hluta. Fjallað er almennt um hlaðvörp  og eðli þeirra, hvar hægt er að finna hlaðvörp og hvernig má hlusta á þau en einnig hvernig þátttakendur geta tekið upp sín eigin hlaðvörp með aðstoð snjallsíma.

    Anna Marsibil Clausen er með B.A. gráðu í almennri bókmenntafræði frá HÍ og hefur að auki lokið meistaranámi við UC Berkeley Graduate School of Journalism. Lokaverkefni hennar fjallaði um hvernig það er að bíða dauðans á dauðadeild Kaliforníuríkis. Anna hefur skrifað fyrir Monitor, mbl.is, Iceland Review og Kjarnann. Þá hafa verk hennar birst hjá NPR og Pulitzer Center for Crisis Reporting. Anna hóf störf á Rás 1 í janúar 2019 og stýrir þættinum Lestinni ásamt því að vinna að ýmsum öðrum þáttum.

    Smelltu hér til að fræðast um hlaðvörp.

    Hafa samband

    Hafðu samband

    Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband