Auglýsing um sveinspróf

Sveinspróf í eftirtöldum iðngreinum verða haldin sem hér segir ef næg þátttaka næst

    • Í matvælagreinum 1.-4. júní. Umsóknarfrestur er til 15. apríl.
    • Í byggingagreinum í maí-sept. Umsóknarfrestur er til 15. apríl.
    • Í prentgreinum í sept/okt. Umsóknarfrestur auglýstur síðar.
    • Í bílamálun og bifreiðasmíði í maí/júní. Umsóknarfrestur er til 15. apríl.
    • Í bifvélavirkjun í september. Umsóknarfrestur er til 14. júní.
    • Í hönnunar- og handverksgreinum í maí/júní. Umsóknarfrestur er til 15. apríl.
    • Í snyrtifræði í sept/okt. Umsóknarfrestur auglýstur síðar.
    • Í vélvirkjun í sept. Umsóknarfrestur er til 15. júní.
    • Í hársnyrtiiðn í sept/okt. Umsóknarfrestur auglýstur síðar.
    • Í ljósmyndun í sept/okt. Umsóknarfrestur auglýstur síðar.
    • Í málmiðngreinum í maí/júní. Umsóknarfrestur er til 15.apríl.

    Dagsetningar prófa verða birtar á vef IÐUNNAR um leið og þær liggja fyrir.

    Með umsókn skal leggja fram: afrit af námssamningi, lífeyrissjóðsyfirlit og burtfararskírteini með einkunnum eða staðfestingu skóla á því að nemi muni útskrifast í maí 2021. Kostnaður próftaka s.s. efniskostnaður er mismunandi eftir iðngreinum,

    Umsóknareyðublöð má nálgast á heimasíðu okkar, veffang: www.idan.is og á skrifstofunni að Vatnagörðum 20.

    Hafa samband

    Hafðu samband

    Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband