Hvað gamall nemur, ungur temur

IÐAN fræðslusetur heimsótti Fab Lab Reykjavík á dögunum.

Kristjana Guðbrandsdóttir fór á vettvang og ræddi við Þóru Óskarsdóttur forstöðukonu Fab Lab. Þær skoðuðu tækjabúnaðinn og þá möguleika sem felast í starfseminni fyrir fagfólk í iðnaði. Starfsemi Fab Lab er mikilvæg stoð í nýsköpun og þar getur hver sem er fengið hugmyndum sínum farveg. Þar starfar ungt fólk með sterka tækniþekkingu og mætti segja að hið fornkveðna að hvað ungur nemur, gamall temur, sér snúið á haus. 

Frekari kynningar og kennslu á einstökum tækjum og hugbúnaði er að vænta á næstu vikum og mánuðum. Á vettvangi er ný fræðsluþáttaröð í boði IÐUNNAR fræðsluseturs.

Hafa samband

Hafðu samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband