Háskólanám eftir iðnmenntun

Lilja Björk Hauksdóttir er verkefnastjóri fagháskólaverkefnisins hjá Háskólanum í Reykjavík. Hún segir fagháskólanámið hafa mikla tengingu við atvinnulífið og að nemendur séu eftirsóttir á vinnumarkaði.

  Iðnmenntun er góður undirbúningur fyrir nám við HR og í boði eru námsbrautir sem veita spennandi möguleika í atvinnulífinu.

  „Fagháskólanámið hefur verið skilgreint sem námsleiðir með námslok á háskólastigi sem hafa atvinnutengd lokamarkmið“ segir Lilja. „En það þýðir í rauninni að fólk sem útskrifast úr deildinni er undirbúið undir verkefni á vinnumarkaði og fær lögverndað starfsheiti“ bætir hún við. Hún undirstrikar að nemendur með iðnmenntun og háskólagráðu séu eftirsóttir starfsmenn á vinnumarkaði.

  Deildin býður upp á nám í byggingafræði, iðnfræði og tæknifræði en einnig eru í boði styttri diplómanám í upplýsingatækni í mannvirkjagerð og rekstrarfræði. Þetta er ætlað þeim sem hafa menntun í málm- og véltæknigreinum, byggingagreinum, bíliðngreinum og rafiðngreinum og segir Lilja að þar sem fagháskólaverkefnið sé þróunarverkefni nái það t.d. ekki til prent- og miðlunargreina, snyrtigreina eða matvæla- og veitingagreina. Hins vegar gæti verkefnið orðið fyrirmynd fyrir bæði annað iðnnám og háskólanám.

  Í hlaðvarpinu segir Lilja Björk frá uppbyggingu námsins, inntökuskilyrðum, atvinnumöguleikum og öðru áhugaverðu, fyrir þá sem vilja kynna sér háskólanám eftir iðnnám.

  Nánari upplýsingar um námið má finna hér

  Þú getur gerst áskrifandi að Augnabliki í iðnaði á Soundcloud og Spotify

  Hafa samband

  Hafðu samband

  Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband