Erasmus styrkir fyrir iðnnema, nýsveina og fagmenn í iðnaði

Marvíslegir möguleikar til að taka þátt í menntaverkefnum erlendis

    Menntaáætlun Evrópusambandsins rennur sitt skeið á sjö ára fresti og nú hefur ný áætlun tekið við sem unnið verður eftir til 2027. „Hún byggir á fyrri áætlunum en auðvitað þróast hún alltaf og hefur eðlilegan stíganda“ segir Margrét.

    Það eru þó alltaf nýjar áherslur og eru þær t.d. umhverfismiðaðar. Einnig er lögð áhersla á að allir hafi jafnan rétt á að nýta sér styrkina. Þannig verður fylgdarmaður t.d. raunhæfur kostur fyrir þá sem það þurfa. Þá er líka lögð áhersla á stafrænar lausnir og sjálfbærni.

    Meðal nýjunga í starfsmenntahlutanum er einnig sá möguleiki að vinna með fleiri löndum fyrir utan Evrópu sem ekki hefur staðið til boða áður. Margir iðnnemar hafa t.d. farið í námsmannaskipti með milligöngu IÐUNNAR og tekið hluta af sínu starfsnámi erlendis. Það gefur þeim mikilvæga innsýn inn í menningu og vinnubrögð annarra landa.

    Hafa samband

    Hafðu samband

    Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband