Byggjum grænni framtíð

Þóra Margrét Þorgeirsdóttir, sérfræðingur hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, er verkefnastjóri Byggjum grænni framtíð. Verkefninu er ætlað að gefa út vegvísir að vistvænni mannvirkjagerð fyrir árið 2030.

Þóra Margrét Þorgeirsdóttir
Þóra Margrét Þorgeirsdóttir

Verkefnið er samstarfsverkefni stjórnvalda og atvinnulífs og byggir á aðgerðum stjórnvalda í loftslagsmálum segir Þóra. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun leiðir verkefnið í samstarfi við Samtök iðnaðarins, Grænni byggð, Vegagerðina, Umhverfisstofnun, Félagsmálaráðuneytið og sveitarfélög. Einnig koma hagsmunaaðilar að borðinu sem vinna beint við virðiskeðju byggingariðnaðarins.

Þóra segir að markmið verkefnisins sé að meta losun byggingariðnaðar á Íslandi, setja upp markmið og mælaborð til að minnka losun og skilgreina aðgerðir þar að lútandi. Lokaafurðin verður svo vegvísir að vistvænni mannvirkjagerð.

Mjög skemmtilegt og fræðandi spjall við Þóru um græna framtíð í byggingariðnaði, en sjálf hefur hún tileinkað sér sorplausa lífsstíl og þýtt bókina Engin sóun. 

Heimasíðu verkefnisins finnur þú hér

Heimasíðu Þóru þar sem hún fjallar um sorplausan lífsstíl finnur þú hér

   Þú getur gerst áskrifandi að Augnabliki í iðnaði á Soundcloud og Spotify

 

Hafa samband

Hafðu samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband