Allt frá ísskápum upp í frystihús

IÐAN býður nú upp á alþjóðlega vottun fyrir kæli- og frystiiðnað. Liður í því að draga úr hnattrænni hlýnun segir Kristján Kristjánsson sviðstjóri málm- og véltæknisviðs IÐUNNAR

Kristján Kristjánsson, sviðstjóri málm- og véltæknisviðs IÐUNNAR
Kristján Kristjánsson, sviðstjóri málm- og véltæknisviðs IÐUNNAR

Vottunin tryggir að starfsmenn og fyrirtæki í kæliiðnaði vinni eftir viðurkenndum ferlum þannig að eiturefni komist ekki út í andrúmsloftið segir Kristján. Hann telur mikla möguleika opnast fyrir starfsmenn með því að fá vottunina enda gildir hún ekki bara á Íslandi heldur einnig í Evrópu. IÐAN er framkvæmdaraðili en sendir svo úttektina  til Umhverfisstofnunar sem gefur út vottunina.

Fróðlegt spjall við Kristján um allt sem viðkemur vottunum í kæli- og frystiiðnaði og þá möguleika sem í þeim felst.

Allar nánari upplýsingar er hægt að fá með því að senda póst á kristjan@idan.is

 Þú getur gerst áskrifandi að Augnabliki í iðnaði á Soundcloud og Spotify

Hafa samband

Hafðu samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband