Að reka trésmíðaverkstæði

Dagmar Þorsteinsdóttir iðnaðartæknifræðingur er framkvæmdastjóri Tréborgar. Hún hefur starfað í byggingariðnaðinum í mörg ár og uppgötvaði ástríðuna fyrir trésmíði eftir að hafa rekið hótel í útlöndum og verið í háskólanámi.

    Dagleg störf trésmíðaverkstæðis eru mörg og krefjandi og segir Dagmar yfirleitt góða samvinnu ríkja á milli trésmíðaverkstæða og iðnaðarmanna yfirleitt og verkefnin hafa verið næg undanfarið. Það skiptir miklu máli að halda góðu upplýsingaflæði á milli verktaka sem koma að sama verkefninu segir Dagmar. Þá eru allir í sama flæðinu því við tökum við hvert af öðru.

    Tímaáætlanir eru einnig mikilvægar og það er mikilvægt að þær séu raunhæfar segir Dagmar. Viðskiptavinir eiga þá heimtingu að samtalið sé tekið í hreinskilni. Verkkaupi er oftast til í að bíða segir hún, svo framarlega sem hann veit afhendingardag. Við erum sjaldnast að missa hann frá okkur vegna tímaskorts.

    Við sjáum verkefni fram í janúar segir Dagmar, það er eðlilegur tími hjá okkur. Fastur kostnaður fyrir svona verkstæði er samt of hár þó að verkefnin séu næg. Það væri eflaust hlutfallslega hagkvæmara að sameinast og hafa rekstrareininguna stærri en við höfum svo gaman af því að stjórna þessu sjálf segir hún að lokum.

    Hafa samband

    Hafðu samband

    Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband