Goddur, um sköpun og prentlist

„Hinn stafræni heimur og samfélagsmiðlar, munurinn á þessu og hinum „raunverulega heimi“, er eins og munurinn á skyndikynnum og giftingu,“ segir Guðmundur Oddur Magnússon, alltaf kallaður Goddur, rannsóknarprófessor við Listaháskóla Íslands spurður um samfélagsmiðla algórythma og það hvort hönnun stýrð af gervigreind verði alfarið ráðandi í framtíðinni.

    Grímur Kolbeinsson ræðir við Godd um feril hans, prentlist, sköpun og þróun hönnunar í nýjasta þætti hlaðvarpsins Augnablik í iðnaði. Goddur rannsakar og ritar myndmálssögu Íslendinga og minnir á að allar stórar tæknibyltingar í prentlist og hönnun komi úr handverkinu. Þau forrit og tækni sem þróist og þjóni hönnuðum í dag séu eftir sem áður eftirlíking af heiminum sem var.

    Goddur segir þá þróun sem miðar að því að einfalda og staðla með gervigreind og miðlun upplýsinga á samfélagsmiðlum vera ákveðna skyndilausn. Hönnuðir sem rækta sköpunargáfuna kunni að gera greinarmuninn á því sem þeim þykir vænt um og því sem er skyndilausn.

    „Allt sem skiptir máli deyr á netinu. Það sem er gert á prent og pappír endist mörg hundruð árum lengur en harðir diskar og stafrænt form. Það er svo arfavitlaust að halda það að prentun á pappír sé að renna út,“ segir Goddur og segir að þótt að færri prentgripir verði framleiddir sé fremur vandað til verka. „Þráin fyrir ekta, raunverulegum hlutum, hún eykst og á eftir að springa út.“

    Hafa samband

    Hafðu samband

    Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband