Sjálfbær iðnaður - Klappir og BYKO

Síðasta sjálfbærnistreymi ársins var í beinni útsendingu á YouTube fimmtudaginn 16. desember sl. Þá mættu í stúdíóið okkar í Vatnagörðunum fulltrúar frá Klöppum og BYKO.

Það hefur verið virkilega ánægjulegt að fylgjast með og miðla reynslu fyrirtækja í iðnaði af sjálfbærniverkefnum, stórum og smáum. Það er greinilega mikil gróska á þessum vettvangi og dýrmætt að eiga kost á því, að læra á þennan hátt af framsækni annarra.

Dagskráin á fimmtudaginn síðasta var ekki af verri endanum:

  • Klappir vinna markvisst að því að hjálpa fyrirtækjum að takast á við þær áskoranir sem þau standa frammi fyrir í umhverfismálum. Klappir bjóða upp á heildarlausnir í kolefnisbókhaldi og Þorsteinn Svanur Jónsson ætlar að segja okkur allt um það í streyminu.
     
  • BYKO stendur stöðugt í þróun á umhverfisvænum lausnum en fyrirtækið stefnir að því að fá BREEAM vottun á eigin húsnæði. BYKO hefur einnig mikla reynslu þegar kemur að kolefnisbókhaldi og eru einmitt aðilar að Klöppum. Berglind Ósk Ólafsdóttir og Jóna Guðrún Kristinsdóttir sjá um fyrirlesturinn í streyminu.

Við munum að sjálfsögðu halda áfram með sjálfbærnistreymið á nýju ári. Fylgstu vel með.

Hafa samband

Hafðu samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband