Verður næsti starfsmaður í þínu fyrirtæki snjallmenni?

Það eru mikil tækifæri í sjálfvirknivæðingu og notkun snjallmenna segir Yngvi Tómasson framkvæmdastjóri Leikbreytis

Ég hóf ungur að gera vefsíður og hef unnið í tæknigeiranum alla tíð segir Yngvi Tómasson framkvæmdastjóri Leikbreytis en fyrirtækið sérhæfir síg í gerð netspjalla og snjallmenna.

Það eru mikil tækifæri í sjálfvirknivæðingu og notkun snjallmenna, m.a. til að svara endurteknum spurningum segir Yngvi. Við sérsníðum lausnir fyrir hvern og einn viðskiptavin með því að innleiða netspjall til að byrja með. Þannig söfnum við algengum spurningum til fyrirtækisins og þegar þeim hefur verið safnað saman er snjallmennið tilbúið með svörin.

Það eru auðvitað mörg verkefni óleyst á þessum vettvangi en ég tel að á næstu árum verði gríðarleg breyting á gæðum þjónustunnar segir Yngvi. Með hjálp gervigreindar og aukinnar sjálfvirkni munu snjallmenni ekki aðeins svara algengustu spurningum viðskiptavina heldur munu þau geta fyrirbyggt vandamál og jafnvel haft margvíslegt frumkvæði þannig að fólk þarf síður að leita aðstoðar.

Hafa samband

Hafðu samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband