Heimsmeistarakeppnin í matreiðslu
leiðin á Bocuse d‘or

Sigurjón Bragi verður fulltrúi Íslands í Evrópukeppni Bocuse d‘Or í Búdapest núna í mars. Tiu efstu sætin í Evrópukeppninni ávinna sér rétt til að keppa í aðalkeppninni í Lyon árið 2023.

Sigurjón Bragi Geirsson, matreiðslumaður
Sigurjón Bragi Geirsson, matreiðslumaður

  Sigurjón Bragi Geirsson er yfirkokkur á Héðni kitchen & bar og hefur áður unnið á Kolabrautinni í Hörpu, á Essensia og hjá Múlakaffi. Hann var í kokkalandsliðinu um nokkurra ára skeið og þjálfaði liðið þegar það náði 3. sæti á Ólympíuleikunum árið 2019.

  „Ég myndi segja að þetta væri um það bil 14 mánaða ferli að taka þátt í svo stórri keppni. Ég er með mjög góða aðstoðarmenn sem ég er mjög heppinn með. Við erum allir á þeim stað að við viljum leggja okkur extra mikið fram til að ná markmiðinu. Það er ekki sjálfgefið,“ segir Sigurjón og er gríðarlega þakklátur fyrir þann góða hóp sem að baki honum stendur.

  Þátttaka í keppnum hefur áhrif

  Sigurjón segir að þátttaka í keppnum hafi mikil áhrif á það hvernig einstaklingar þróast sem fagmenn og á fagið í heild sinni. „Allt í kringum keppnir gerir þú í þínum frítíma,“ segir hann og þar skiptir gríðarlegu máli að vera með gott skipulag. „Maður lærir bæði að vera sterkari sem einstaklingur og líka að vinna í hóp, þetta er mjög mikil samvinna,“ segir hann að lokum.

  Hafa samband

  Hafðu samband

  Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband