Heimsókn í Eimverk distillery

Eimverk distillery er fjölskyldufyrirtæki sem framleiðir viskí, gin og brennivín úr íslensku byggi.

Eimverk varð til árið 2009 en þá höfðu eigendurnir sannfæringu fyrir því að þau gætu framleitt áfengi úr íslensku byggi. Tveimur árum síðar var verksmiðja risin og árið 2014 kom fyrsta varan á markað, gin sem fékk nafnið Vor. Því var mjög vel tekið strax frá upphafi sem hjálpaði fyrirtækinu töluvert fyrstu árin.

Flóki, eitt helsta vörumerki Eimverks, kom á markað undir lok árs 2014 en það er ungviskí. Þriggja ára viskí var svo markaðssett 2018. Eva María Sigurbjörnsdóttir, framleiðslustjóri Eimverks, telur ólíklegt að fyrirtækið muni framleiða 12 ára vískí. „Ég sé fram á að sjö til átta ára verði okkar besti aldur,“ segir hún. Eimverk selur framleiðslu sína mestmegnis á erlendum mörkuðum.

Eimverk framleiðir allar sínar vörur úr íslensku byggi sem eigendurnir rækta sjálf á eigin jörð. Þau rækta þar einnig rabbabara sem og kúmen, þ.e. þeim árum sem ekki eru það vindasöm að kúmenið fellur.

Hafa samband

Hafðu samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband