Vettvangsferð í Reykjavík Distillery

Reykjavík Distillery eimingarhúsið var sett á laggirnar árið 2009 og framleiðir bæði kokteila og sterk vín.

    Eimingahúsið Reykjavík Distillery er fjölskyldufyrirtæki sem Snorri Jónsson rekur ásamt eiginkonu sinni Judith. Það var fyrsta eimingarhúsið hér á landi, stofnað árið 2009 og undanfari fjölmargra smærri áfengisframleiðenda sem hafa rutt sér til rúms á síðustu árum.

    Snorri tók einstaklega vel á móti okkur og í þessu fróðlega myndskeiði fjallar hann um aðferðir, vöruúrval og ekki síst hugmyndafræðina að baki framleiðslunni, sem byggir á því að vinna með nærhráefnið af heiðum landsins. Að sögn Snorra var nýja norræna eldhúsið ákveðinn innblástur, en það var að koma til sögunnar á þeim tíma sem Reykjavík Distillery varð að veruleika. Fyrirtækið er margverðlaunað bæði fyrir útlit og innihald og hefur m.a. fjórum sinnum hlotið hinn eftirsóknarverðu Red Dot verðlaun fyrir vöruþróun og hönnun. Sjón er sögu ríkari.

     

    Hafa samband

    Hafðu samband

    Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband