Nýir leiðtogar hjá Iðunni fræðslusetri

Iðan fræðslusetur hefur ráðið til starfa tvo nýja leiðtoga, annars vegar leiðtoga í matvæla- og veitingagreinum og hins vegar málm- og véltæknigreinum.

    Leiðtogi er nýtt starfsheiti innan Iðunnar og hlutverk þeirra er að þróa faglega sérhæfingu og fræðsluframboð í viðkomandi greinum.

    Nýr leiðtogi í matvæla- og veitingagreinum er Sæbjörg Rut Guðmundsdóttir, matreiðslumeistari. Sæbjörg hefur starfað í veitingarekstri og sem kennari í matreiðslu við VMA og matvælagreinum í Mýrarhúsaskóla.

    Sigursveinn Óskar Grétarsson, vélfræðingur, vélvirkjameistari og rafvirki, er nýr leiðtogi í málm- og véltæknigreinum. Óskar hefur starfað sem vélstjóri á frystitogara og hefur jafnframt unnið í háspennugeiranum, t.a.m. við upptekt og viðgerðir á spennum og búnaði þeim tengdum.

    Hafa samband

    Hafðu samband

    Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband