Mannauðsmál - einelti og áreitni

Íris Sigtryggsdóttir og Þórkatla Aðalsteinsdóttir fjalla um einelti og áreitni á vinnustöðum.

Íris Sigtryggsdóttir, stjórnenda- og teymisþjálfari hjá Eldar Coaching, fær hér Þórkötlu Aðalsteinsdóttur sálfræðing hjá sálfræði- og ráðgjafastofunni Líf og sál í heimsókn.

Viðfangsefni þáttarins er einelti og áreitni á vinnustöðum. Þórkatla hefur langa reynslu á sviði meðferðar, handleiðslu og ráðgjafar til fagaðila og stjórnenda og hefur auk þess haldið fyrirlestra og námskeið um samskipti, streitu, áföll og fleira tengdu líðan á vinnustað.

Í tengslum við þetta mikilvæga viðfangsefni má einnig benda á fróðlegan hlaðvarpsþátt þar sem rætt er við Thor Ólafsson stjórnendaráðgjafa um hugmynir hans um stjórnun og mikilvægi þess að starfsmenn geri sér grein fyrir eigin „egói“ og áhrifum þess. Einnig má benda á hlaðvarpsþátt um vinnustaðagreininguna Great Place to Work sem er þrautreynd leið til að kanna starfsánægju, finna leiðir til faglegra úrbúta og fá viðurkenningu fyrir góða vinnustaðamenningu.

 

Hafa samband

Hafðu samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband