Byggjum græna framtíð - vistvæn mannvirkjagerð

Samstarfsverkefni stjórnvalda og hagaðila byggingariðnaðarins um vistvænni mannvirkjagerð

Þóra Margrét Þorgeirsdóttir, framkvæmdastjóri  mannvirkja og sjálfbærni hjá HMS
Þóra Margrét Þorgeirsdóttir, framkvæmdastjóri mannvirkja og sjálfbærni hjá HMS

    Þóra Margrét Þorgeirsdóttir, framkvæmdastjóri mannvirkja og sjálfbærni hjá HMS er hluti af verkefnastjórn vinnuhóps sem inniheldur auk HMS fulltrúa frá Grænni byggð, Samtökum iðnaðarins, Vegagerðinni, Umhverfisstofnun, Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Félagsmálaráðuneytinu.

    Hópnum var fengið það hlutverk að útfæra raunhæfar umbætur og setja fram aðgerðaráætlun hvað varðar kolefnisspor byggingariðnaðarins. Heildarlosun byggingariðnaðarins er talin vera um 30-40% af allri kolefnislosun landsins og því engin vanþörf á að kortleggja stöðuna hið snarasta.

    Í febrúar 2022 voru gefnar út niðurstöður á mat á losun byggingariðnaðarins og þann 9. júní sama ár voru markmið og aðgerðir kynntar.

    Í þessu fróðlega spjalli fer Þóra Margrét m.a. yfir markmiðin og nokkrar þær leiðir sem færar eru til að lágmarka losun byggingariðnaðarins. Þar má m.a. nefna stofnun Asks – mannvirkjarannsóknarsjóðs, endurskoðun á steypukafla byggingarreglugerðarinnar o.fl.

    Hafa samband

    Hafðu samband

    Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband