Ný lög um úrgangsmál og flokkun

Hvaða breytingar hefur innleiðing þessara laga í för með sér fyrir atvinnulífið?

Stjórnvísi og Iðan blása til fræðslufundar, þriðjudaginn 31. janúar kl 9:00-10:00 og er fundinum streymt í gengum Temas.

Um áramótin tóku í gildi ný lög um úrgangsmál og flokkun, sem einnig hafa verið nefnd hringrásarlögin. Hvaða breytingar hefur innleiðing þessara laga í för með sér fyrir atvinnulífið og hver eru áhrifin á loftslagið?

Á fundinum er farið yfir góð ráð fyrir fyrirtæki um hvernig má draga úr úrgangi og standa vel að flokkun. Fjallað er um hvernig úrgangur er meðhöndlaður og hver er losun gróðurhúsalofttegunda frá mismunandi úrgangsflokkun. Hver er ágóðinn af því að flokka vel og hvað kostar að losa sig við mismunandi úrgangsflokka.

Fundurinn verður í formi pallborðsumræðna og eru fundargestir hvattir til að senda inn spurningar á fundinum og við fáum sérfræðingana til að svara þeim, en þeir eru:

Berglind Ósk Ólafsdóttir, sérfræðingur í sjálfbærni hjá BYKO

Bryndís Skúladóttir, efnaverkfræðingur og sérfræðingur í umhverfismálum hjá VSÓ ráðgjöf

Guðmundur Páll Gíslason, framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs hjá Terra umhverfisþjónustu

Hugrún Geirsdóttir, sérfræðingur í úrgangsmálum hjá Umhverfisstofnun

Fundarstjóri verður Íris Þórarinsdóttir, stjórnarmeðlimur í loftslagshópi Stjórnvísis og umhverfisstjóri hjá Reitum fasteignafélagi

Skráning á fundinn fer fram hér

 

Hafa samband

Hafðu samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband