Ný og grænni leið til að framleiða Metanól

Ómar Sigurbjörnsson er markaðsstjóri CRI (Carbon Recycling International). Hann er hér í fróðlegu spjalli um fyrirtækið og starfsemi þess.

    Ómar segir að í byrjun hafi stofnendur CRI verið tveir Íslendingar og tveir Bandaríkjamenn en fyrirtækið er í dag í eigu Íslendinga að mestum hluta. Það er því óhætt að segja að hér sé á ferðinni íslenskt hugvit.

    Metanólverksmiðja CRI var reist í Svartsengi á árunum 2010-11. Markmiðið með verksmiðjunni var að sýna fram á að hægt væri að framleiða metanól úr koldíoxíðútblæstri, m.a. frá jarðhitaorkuveri HS Orku í Svartsengi.

    Metanólið er framleitt með efnahvarfi koldíoxíðs við vetni sem framleitt er með rafgreiningu vatns. Við efnahvarfið myndast blanda metanóls og vatns. Efnin eru síðan aðskilin með eimingu.

    Þessi tækni er einstök og hefur fyrirtækið hlotið heimsathygli fyrir starfsemi sína. Á síðasta ári var opnuð ný verksmiðja í Kína sem hefur tuttugu og fimmfalda afkastagetu eldri verksmiðjunnar í Svartsengi.

    Allt þetta og meira til í þessu fræðandi hlaðvarpi.

    Hafa samband

    Hafðu samband

    Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband