image description

Sérúrræði í sveinsprófi

Iðan fræðslusetur leitast við að veita jöfn tækifæri til náms. Hér eru tilgreind þau úrræði sem boðið er upp á fyrir einstaklinga sem búa við fötlun eða aðra hömlun sem hindrar þá í námi. Úrræðin miða að því að jafna aðstöðu og tækifæri fólks til náms, þar sem tekið er sanngjarnt tillit til fötlunar eða sérþarfa. 

Sérúrræðin geta falist í:

  • Lengri próftíma
  • Stærra letri á prófblöðum
  • Munnlegum prófum
  • Upplestri á prófum 
  • Túlkaþjónustu (löggiltur túlkur)

Hér er um almennan ramma að ræða en þarfir fólks eru ólíkar og því eru úrræðin að sama skapi einstaklingsmiðuð þar sem  hvert tilvik er metið sérstaklega.

Hvert skal leita?

Náms- og starfsráðgjöf Iðunnar fræðsluseturs hefur yfirumsjón með sérúrræðum og skal sá sem óskar eftir slíku fylla út umsóknareyðublað hér á vefnum. Vegna allra sérúrræða skal nemandi skila inn greiningu eða vottorði frá þar til bærum aðila til náms- og starfsráðgjafa. Það skal gert í síðasta lagi 2 vikum fyrir fyrsta próf. Mjög áríðandi er að virða þessi tímamörk.

Skilyrði fyrir sérúrræðum í skriflegu sveinsprófi eru að fyrir liggi greining viðeigandi sérfræðings.

  • Með fötlun er hér átt við andlega eða líkamlega fötlun, samkvæmt skilgreiningu í 2. gr. laga um málefni fatlaðra.
  • Með sérþörfum/hömlun er hér átt við sértæka námsörðugleika og hamlanir sem hljótast af slysum, langvinnum veikindum eða af öðrum orsökum.
Hafa samband

Hafðu samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband