Viðgerðir og inndælingar fyrir sprungur og sig eftir jarðskjálfta o. fl

Múrarar, verktakar

Þetta er námskeið er fyrir verktaka, hönnuði og aðra sem fást við viðhald fasteigna og mannvirkja. Markmið þess er að auka þekkingu á mismunandi aðferðum og efnum við  sprunguviðgerðir og vatnsþéttingar og auka skilning á mismunandi tegundum efna og í hvaða tilfellum þau eiga við. Farið verður í mismunandi aðferðir og efni til inndælingar í sprungur í steyptum veggjum og eftir sig í gólfum frá þýska framleiðandanum Arcan Waterproofing.  Farið verður yfir helstu inndælingarkerfi og efnisval miðað við mismunandi aðstæður og gerð af sprungum , hvort sem er til að styrkja og líma saman sprungur eða þétta fyrir vatnsleka eða lyfta upp steyptum gólfum sem hafa sigið.

Námskeiðið er haldið í samvinnu við Fagefni ehf og verður Michaella Muller eigandi Arcan í beinu streymi á skjá og Ásgeir Stefánsson sölustjóri Fagefna í salnum til aðstoðar.


Hafa samband

Hafðu samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband