Salatbar sælkerans. Ferskur og fjölbreyttur

Starfsfólk mötuneyta matreiðslumenn, matartæknar og matsveinar

Námskeiðið Salatbar sælkerans er ætlað þeim sem vilja auka færni sýna í uppsetningu á salatbar í mötuneytum. 

Krafan um hollan, ferskan og fjölbreyttan salatbar í fyrirtækjum hefur aukist til muna undanfarin ár.  Á námskeiðinu er farið yfir meðhöndlun á hráefni, hvernig breyta megi áherslum og uppsetningu á salatbarnum í takt við kröfur og breytta tíma. 

Fjallað verður um mismunandi hráefni, grænmetis,- hráfæði-og vegan salöt og hvernig hægt er að bæta á auðveldan hátt nýtingu hráefnis.  Námskeiðið er í formi sýnikennslu og gert er ráð fyrir virkri þátttöku, líflegum umræðum og smakki á meðan á námskeiðinu stendur.


Hafa samband

Hafðu samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband