Áhættumat - grunnnámskeið

Um hvað er námskeiðið? Kennd er einföld og markviss aðferð „Sex skref við gerð áhættumats“ sem byggist á notkun vinnuumhverfisvísa/gátlista Vinnueftirlitsins. Farið er yfir þrjú meginatriði áhættumatsins, þ.e. skriflega áætlun um öryggi og heilbrigði, áhættumat og áætlun um heilsuvernd og framkvæmd hennar. Fyrir hverja? Námskeiðið er fyrir alla sem þurfa að gera áhættumat og einnig þá sem hafa áhuga á að kynna sér gerð áhættumats á vinnustöðum eða vilja bæta við sig þekkingu á því sviði. Ávinningur Aukin þekking á vinnuverndarmálum sem auðveldar fyrirtækjum að hefja vinnu við áhættumatið skv. skyldu vinnuverndarlaga 46/1980. Tækifæri á að bæta vinnuumhverfið og auka framleiðni fyrirtækisins. Uppbygging Fyrirlestur, myndir, myndbönd og hópverkefni.


Hafa samband

Hafðu samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband