Árangursrík framsögn og tjáning

Allir

Á þessu námskeiði verður byggð upp tækni til að ná frekari árangri í því að halda fyrirlestur og tala fyrir framan hóp. Í gegnum markvissar æfingar öðlast þátttakendur meira öryggi í framkomu og geta byggt upp persónulegan frásagnarstíl eftir sínum þörfum.

Farið verður bæði í framsetningu, miðlun og uppbyggingu efnis í fyrirlestri ásamt því að skoða hvernig hægt er að ná valdi á því að nýta sér glærur og önnur hjálpartæki á áhrifaríkan hátt.

Á námskeiðinu er fjallað um: • Markvissan ræðuflutning. • Öndun og beitingu raddarinnar. • Líkamsstöðu. • Uppbyggingu og flæði í frásögn. • Glærunotkun með framsögn. Námskeiðið er fyrir alla þá sem þurfa að standa fyrir máli sínu vegna atvinnu sinnar, halda fyrirlestra og/eða kynningar.


Hafa samband

Hafðu samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband