Endurskoðun ökutækja - faggildingarnámskeið

Bifreiðasmiðir - Bifvélavirkjar

Samkvæmt reglugerð um gerð og búnað skal ökutæki fært til endurskoðunar ef niðurstaða skoðunar er „endurskoðun” eða „notkun bönnuð”, sbr. 18. gr., þetta á við eftir: Aðalskoðun, skoðun við afhendingu skráningarmerkja, skráningarskoðun, vegaskoðun eða skoðun vegna breytingar á ökutæki. Námskeiðið er ætlað bifvélavirkjum sem sækjast eftir heimild til að endurskoða ökutæki. Á námskeiðinu er farið yfir verkferla endurskoðunar og kröfur til verkstæða sem heimild hafa til endurskoðunar ökutækja. Námskeiðið er skilyrði fyrir því að fá faggildingu og er viðurkennt af Samgöngustofu. Til að öðlast faggildingu þurfa þátttakendur að námskeiði loknu að sækja um B-faggildingu hjá Einkaleyfastofu. Ath. samkvæmt reglugerð um gerð og búnað skal ökutæki fært til endurskoðunar ef niðurstaða skoðunar er „endurskoðun” eða „notkun bönnuð”, sbr. 18. gr. Þetta á við eftir: Aðalskoðun, skoðun við afhendingu skráningarmerkja, skráningarskoðun, vegaskoðun eða skoðun vegna breytingar á ökutæki.


Hafa samband

Hafðu samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband