Vistvænar byggingarvörur

Þetta námskeið er fyrir iðnaðarmenn og verktaka í bygginga- og mannvirkjagerð.  Tilgangur þess er að fræða þátttakendur um vistvænar byggingarvörur allt frá málningu, raflagnaefni, niðurföllum, upp í burðarefni bygginga og hvar er hægt að nálgast upplýsingar um þær. Fjallað er um sjálfbærni og hvað gerir byggingarvörur vistvænar og á hvaða forsendum.  Farið er yfir kröfur til byggingarefna sem gerðar eru í vottunarkerfum um vistvænar byggingar.  Fjallað er um hvar hægt er að nálgast upplýsingar og hvernig skuli lesa úr þeim skjölum.  Kynntur verður vefurinn vistbok.issem er miðlægur vettvangur með umhverfisvænni byggingarvörur þar sem hægt er að leita að vörum og nálgast upplýsingar og skjöl í vistvottuð verkefni s.s Svaninn og Breeam. 


Hafa samband

Hafðu samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband