Breytingastjórnun

Allir

Á námskeiðinu verður fjallað um eðli breytinga og þekktar kenningar um breytingastjórnun kynntar. Skoðað verður af hverju fólk sýnir viðspyrnu við breytingum og hugað að því ferli sem starfsmenn upplifa þegar breytingar eiga sér stað.

Kynntar verða aðferðir til að greina hagsmunaaðila og áhættu í tengslum við breytingar og skoðað hvernig nýta má niðurstöður slíkra greininga til að velja aðferðir við innleiðingu svo líklegra sé að áformaðar breytingar gangi eftir.

Unnið verður með raunhæf dæmi til að dýpka skilning þátttakenda á þeim kenningum sem fjallað verður um á námskeiðinu.


Hafa samband

Hafðu samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband