Food for Thought - um sjálfbærni í veitingahúsum og matarferðaþjónustu

Matreiðslumenn, matreiðslunemar, matartæknar, matsveinar, starfsfólk í mötuneytum

Markmið námskeiðsins er að kynna leiðir til að auka sjálfbærni innan veitinga- og matsölustaða hér landi. Verkefnið Food for Thought er kynnt sem er Erasmus+ samstarfsverkefni fjögurra Evrópulanda. Í fyrri hlutanum er fjallað um skipulag verkefnisins og því kennsluefni sem tengist viðfangsefninu. Fjallað er um framleiðslu matvæla, um matarsóun, um lífsstíla, strauma og stefnur sem hafa áhrif á matarmenningu, um uppruna hráefnis, mataráfangastaði og fl. Námsefnið er aðgengilegt á vefnum sjá: http://foodforthoughteu.com/icelandic-resources/.

Í seinni hluta námskeiðsins er fyrirlestur Þuríðar Helgu Jónsdóttir kennara á Hólum um matarmenningu og matarferðaþjónustu á Íslandi. Í kjölfarið verða vinnustofur með þátttakendum þar sem markmiðið er að koma með tillögur að matarferðaþjónustu á Íslandi.   


Hafa samband

Hafðu samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband