Adobe InDesign, hulunni svipt af GREP

Það þarf ekki að kunna mikið í Grep til þess að sjá hversu gríðarlega öflugar þessar tiltölulega einföldu skipanir eru. Maður eyðir kannski nokkrum mínútum í að búa til leit í InDesign með Grep-skipunum sem annars tæki mörgum sinnum lengri tíma að leysa handvirkt. Grunnurinn í skipanakerfi Grep er í raun mjög einfaldur og tiltölulega auðlærður. Kúnstin snýst meira um að raða saman skipunum þannig að þær virki á viðfangsefnið. Skipanirnar eru innbyggðar í InDesign forritið svo það þarf ekki að læra meira utan að en maður kærir sig um. Það er óhætt að segja að Grep sé galdratæki og ekki er lakara vita af því að sum önnur forrit sem gjarnan eru notuð til þess að hreinsa texta eru með innbyggt Grep.


Hafa samband

Hafðu samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband