Á þessu námskeiði er farið yfir þá möguleika sem eru í boði á styrkjum á Íslandi í minni og meðalstór verkefni í íslenskum iðnaði. Farið verður í grunnatriði umsóknar um styrki og það sem þarf að hafa í huga við skrif og upplýsingagjöf til sjóða og styrktaraðila.
Kennari
Ekki skráðurFullt verð:
Verð til aðila IÐUNNAR:
Á námskeiðinu verða kennd grunnatriði í þrívíddarprentun. Unnið verður með allt ferlið í notkun 3D prentara þ.e. umgengni og notkun prentarans, hönnun verkefna og tölvuvinnsla. Þátttakendur nota Fusion 360 teikniforritið, teikna hlut og prenta út, sækja verkefni á netið og prenta. Þátttakendur setja saman FLSUN V400 prentara, nota hann í verkefnum og taka með heim í lok námskeiðs. Prentarinn er hluti af námskeiðsgjöldum. Tilgangurinn er að þátttakendur geti haldið áfram eftir að námskeiðinu lýkur og aukið þekkingu sína og getu í 3D prentun og 3D teikningu. Í boði er að tveir vinni saman með einn prentara. Vinnufélagar eða vinir geta þannig farið í gegnum námskeiðið saman. Verð fyrir námskeiðið sem "partner" er 80.000 og 20.000 fyrir félagsmann Iðunnar. Fyrir þessa skráningu þarf að hafa samband við umsjónarmann námskeiðsins. Á þessu námskeiði gilda ekki gjafabréf eða önnur afsláttarkjör en niðurgreiðsla til félagsfólks Iðunnar fræðsluseturs.
Kennari
Jóhannes Páll FriðrikssonFullt verð:
Verð til aðila IÐUNNAR:
Farið verður í grundvallaratriði við afréttingar á ýmsum vélbúnaði. Dælur, mótorar, gírar og vélar verða réttir af bæði með klukkum og laser.
Kennari
Ekki skráðurFullt verð:
Verð til aðila IÐUNNAR:
Á þessu námskeiði er fjallað um skyldur ábyrgðastjóra suðumála og hvað hann þarf að hafa í huga við skipulagningu suðuverkefna. Farið er Ítarlega í gegnum staðlana IST EN ISO 1090 og IST EN ISO 3834. TÜV gefur út viðurkenningu fyrir náminu. Kennarar: Steven Brown, Welding Services Manager Jacob Paul Bailey, ISO3834 & CPR FPC Scheme Manager Kennsla fer fram á ensku.
Kennari
Steven Brown, Welding Services ManagerFullt verð:
Verð til aðila IÐUNNAR:
Um hvað er námskeiðið? Kennd er einföld og markviss aðferð „Sex skref við gerð áhættumats“ sem byggist á notkun vinnuumhverfisvísa/gátlista Vinnueftirlitsins. Farið er yfir þrjú meginatriði áhættumatsins, þ.e. skriflega áætlun um öryggi og heilbrigði, áhættumat og áætlun um heilsuvernd og framkvæmd hennar. Fyrir hverja? Námskeiðið er fyrir alla sem þurfa að gera áhættumat og einnig þá sem hafa áhuga á að kynna sér gerð áhættumats á vinnustöðum eða vilja bæta við sig þekkingu á því sviði. Ávinningur Aukin þekking á vinnuverndarmálum sem auðveldar fyrirtækjum að hefja vinnu við áhættumatið skv. skyldu vinnuverndarlaga 46/1980. Tækifæri á að bæta vinnuumhverfið og auka framleiðni fyrirtækisins. Uppbygging Fyrirlestur, myndir, myndbönd og hópverkefni.
Kennari
Ekki skráðurFullt verð:
Verð til aðila IÐUNNAR:
Ertu í vandræðum með áhættumatið, þá er „ELMERI“ verkfærið. Á þessu námskeiði verður fengist við flest það sem viðkemur öryggi við vinnu á verkstæðum. Gaskúta, handverkfæri, smíðavélar, umgengni ofl. Þá verður gátlistakerfið ELMERI kynnt.
Kennari
Kristján KristjánssonFullt verð:
Verð til aðila IÐUNNAR:
Efniseiginleikar áls eru mjög frábrugðnir öðrum málmum og suða einnig. Farið er yfir efnisfræði áls og eiginleika. Fjallað um suðuaðferðir, prófanir og ýmsa samsetningar möguleika. Farið er í meðhöndlun efnis, hreinsun, undirbúning suðu og suðugæði. Í verklega hlutanum er soðið með TIG og MIG-suðuaðferðum.
Kennari
Hilmar Brjánn SigurðssonFullt verð:
Verð til aðila IÐUNNAR:
Nemendur fá kynningu á hvað ásprautun er, kaldsprautun og heitsprautun. Farið er í efnisfræði og vinnuvernd og gerðar verklegar æfingar. Sýndar verða aðferðir við viðgerðir á stálsteypu.
Kennari
Ekki skráðurFullt verð:
Verð til aðila IÐUNNAR:
Basic course in Heavy Machinery (Grunnnámskeið) ONLINE The basic course for Heavy Machinery is sometimes called the “Big Course – Stóra námskeiðið”. The course provides literal rights for all sizes and types of license required Heavy Machinery in Iceland. The course is always accessible, you can start it whenever suits you. Once you have registered a payment will be sent to the company or your online bank.
Kennari
Kennarar Vinnuverndarnámskeið ehfFullt verð:
Verð til aðila IÐUNNAR:
In this welding course you get the basic knowledge in stik welding, tig welding and mig/mag welding.
Kennari
Hilmar Brjánn SigurðssonFullt verð:
Verð til aðila IÐUNNAR:
Þetta námskeið er fyrir alla sem koma að byggingarframkvæmdum og þurfa að þétta milli brunahólfa. Markmið þess er að þátttakendur kunni skil á reglum um brunaþéttingar og efni sem notuð eru til þeirra. Námskeiðið er haldið í samvinnu við Mannvirkjastofnun.
Kennari
Ekki skráðurFullt verð:
Verð til aðila IÐUNNAR:
ONLINE Brúkranar sem lyfta meiru en 5 tonnum urðu réttindaskyldar vinnuvélar 1. október 2021. Þetta gerðist með nýjum reglum sem eru númer 1116. Námskeiðið er alltaf í gangi, þú getur byrjað þegar þú vilt. Námskeiðið er í boði á íslensku, ensku og verður í boði á pólsku fljótlega.
Kennari
Vinnuverndarnámskeið ehfFullt verð:
Verð til aðila IÐUNNAR:
Farið er í virkni hvers konar tölvustýrðra iðnaðarvéla. Kennt er á rennibekk og fræsivél en keyrsla fræsivéla er mjög svipuð keyrslu annarra véla s.s. skurðarvéla, yfirfræsa (trésmíði) og lokka.
Kennari
Ekki skráðurFullt verð:
Verð til aðila IÐUNNAR:
Um hvað er námskeiðið? Helstu hættur sem stafa af efnum sem notuð eru á vinnustöðum Flokkun, merking og upplýsingar um hættuleg efni Meðhöndlun og geymsla hættulegra efna Persónuhlífar, varnir og viðbúnaður gegn efnahættum Algeng hættuleg efni í iðnaði hérlendis Hættuleg efni í almennri atvinnustarfsemi Uppruni mengunarefna í vinnuumhverfi Dæmi um aðferð við gerð áhættumats vegna efnahættu
Kennari
Ekki skráðurFullt verð:
Verð til aðila IÐUNNAR:
Kennari
Ekki skráðurFullt verð:
Verð til aðila IÐUNNAR:
Gera þarf áhættumat vegna varasamra efna á vinnustað. Farið er yfir: Helstu hættur sem stafa af efnum sem notuð eru á vinnustöðum Flokkun, merking og upplýsingar um hættuleg efni Meðhöndlun og geymsla hættulegra efna Persónuhlífar, varnir og viðbúnaður gegn efnahættum Algeng hættuleg efni í iðnaði hérlendis Hættuleg efni í almennri atvinnustarfsemi Uppruni mengunarefna í vinnuumhverfi Dæmi um aðferð við gerð áhættumats vegna efnahættu
Kennari
Ekki skráðurFullt verð:
Verð til aðila IÐUNNAR:
Farið verður í efnisfræði málma og áhrif hita á þá sérstaklega varðandi málmsuðu.
Kennari
Gústaf Adólf Hjaltason, véltæknifræðingur IWEFullt verð:
Verð til aðila IÐUNNAR:
Viðfangsefni áfangans er uppbygging stafrænna eftirlitsmyndavélakerfa, þjöppunarstaða, upplausn myndavéla, gagnastærðir og myndflögur. Kynnt tenging við stafrænan netlægan upptökubúnað. Val og uppbygging á geymslumiðlum. Myndgreining og myndgreiningarhugbúnaður. Yfirlit og dæmi um notkun.
Kennari
Ekki skráðurFullt verð:
Verð til aðila IÐUNNAR:
Farið yfir vinnulag og búnað hvers einstaklings.
Kennari
Ekki skráðurFullt verð:
Verð til aðila IÐUNNAR:
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á: Mismunandi gerðum eldsneytis s.s. viðarkolum, steinkolum og koxi. Helstu verkfærum og tækjum sem notuð eru við eldsmíði s.s. steðjum, hömrum, töngum og öðrum algegnum verkfærum. Msmunandi yfirborðsmeðferðum á stáli. Siðum og venjum í eldsmiðju. Nemandi skal hafa öðlast leikni í að: Nota helstu verkfæri eldsmiðjunnar s.s. hamra, tangir, afl og steðja.n. Nota helstu aðferðir við vinnslu járns á steðja, t.d. þar sem járn er slegið fram, stúkkað, flatt út og sveigt með hjálp hans. Kljúfa með meitl . Gata með dór. Nota helstu hersluaðferðir á stáli s.s. með vatni eða olíu. Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að: þekkja mismunandi útfærslur á eldstæði, þ.e.a.s. hvernig aflinn er uppbyggður, hvernig honum er stjórnað með loftblæstri og hvernig hann er gjallhreinsaður á meðan vinnslu stendur. þekkja vinnsluhæfni stálsins miðað við lit og hitastig þess. Geta beitt mismunandi aðferðum við herslu stáls út frá notagildi og tegund efnis. Kveikja upp, stjórna orkuþörf aflsins og vinnslumáta. Smíða einfalda hluti líkt og gaffal, hanka, kertastjaka eða annað sem kemur til huga