image description

Námskeiðabanki

Hér er námskeiðsframboð Iðunnar. Athugaðu að námskeiðin eru ekki öll í kennslu og verð eru til viðmiðunar
en hægt er að fá upplýsingar um einstaka námskeið og senda fyrirspurn til umsjónaraðila.

Blikksmiður Málmsuðumenn Rennismiður Stálsmiður Vélstjóri Vélvirki

Farið verður í grundvallaratriði við afréttingar á ýmsum vélbúnaði. Dælur, mótorar, gírar og vélar verða réttir af bæði með klukkum og laser.

Kennari

Ekki skráður

Fullt verð:

NaN kr.-

Verð til aðila IÐUNNAR:

NaN kr.-

Nánari upplýsingarSenda fyrirspurn

Á þessu námskeiði er fjallað um skyldur ábyrgðastjóra suðumála og hvað hann þarf að hafa í huga við skipulagningu suðuverkefna. Farið er Ítarlega í gegnum staðlana IST EN ISO 1090 og IST EN ISO 3834. TÜV gefur út viðurkenningu fyrir náminu. Kennarar: Steven Brown, Welding Services Manager Jacob Paul Bailey, ISO3834 & CPR FPC Scheme Manager Kennsla fer fram á ensku.

Kennari

Steven Brown, Welding Services Manager

Fullt verð:

300.000 kr.-

Verð til aðila IÐUNNAR:

75.000 kr.-

Nánari upplýsingarSenda fyrirspurn

Efniseiginleikar áls eru mjög frábrugðnir öðrum málmum og suða einnig. Farið er yfir efnisfræði áls og eiginleika. Fjallað um suðuaðferðir, prófanir og ýmsa samsetningar möguleika. Farið er í meðhöndlun efnis, hreinsun, undirbúning suðu og suðugæði. Í verklega hlutanum er soðið með TIG og MIG-suðuaðferðum.

Kennari

Hilmar Brjánn Sigurðsson

Fullt verð:

40.000 kr.-

Verð til aðila IÐUNNAR:

10.000 kr.-

Nánari upplýsingarSenda fyrirspurn

Farið er í virkni hvers konar tölvustýrðra iðnaðarvéla. Kennt er á rennibekk og fræsivél en keyrsla fræsivéla er mjög svipuð keyrslu annarra véla s.s. skurðarvéla, yfirfræsa (trésmíði) og lokka.

Kennari

Ekki skráður

Fullt verð:

160.000 kr.-

Verð til aðila IÐUNNAR:

40.000 kr.-

Nánari upplýsingarSenda fyrirspurn

Farið verður í efnisfræði málma og áhrif hita á þá sérstaklega varðandi málmsuðu.

Kennari

Gústaf Adólf Hjaltason, véltæknifræðingur IWE

Fullt verð:

NaN kr.-

Verð til aðila IÐUNNAR:

15.000 kr.-

Nánari upplýsingarSenda fyrirspurn

Þátttakendur þekkja og skilja grunnhugtök hljóðfræðinnar. Ennfremur kynnast þeir hljóðmyndun í loftræsikerfum og læra aðferðir til að dempa hljóð og áhrif þeirra. Á námskeiðinu fá þátttakendur grunn í hljóðtæknilegri undirstöðu auk þess sem fengist er við einfalda útreikninga á hljóðstigi, titringseinangrun, hljóð frá blásara, stokkakerfið, hljóðgildrur og hljóðstig í loftræstu rými.

Kennari

Ekki skráður

Fullt verð:

180.000 kr.-

Verð til aðila IÐUNNAR:

70.000 kr.-

Nánari upplýsingarSenda fyrirspurn

Að loknu þessu námskeiði þekkir þú uppbyggingu iðntölvunnar og virkni, táknmyndir, örgjörva, innganga, útganga, tengingu við loka, skynjara, teljara og rofa, grunnhugtök forritunarmáls og „ladder-forritun“. Með þessa þekkingu að vopni getur þú sett upp og tengt iðntölvu við loka, skynjara, teljara og rofa, forritað iðntölvu með „ladder-forritun“ og látið hana stýra aðgerðum ásamt því að framkvæma villuleit í forriti og áttað þig á algengum bilunum.

Kennari

Guðmundur Rúnar Benediktsson

Fullt verð:

112.000 kr.-

Verð til aðila IÐUNNAR:

28.000 kr.-

Nánari upplýsingarSenda fyrirspurn

Inntak námskeiðsins er miðað við að viðkomandi einstaklingar geti smíðað kerrur og fylgt öllum reglugerðum þar um. Að loknu námskeiðinu þekkir þú öryggi á vinnustað í málmiðnaði, mælitæki og öll helstu vélar og tæki í málmiðnaði og getur notað handverkfæri á réttan hátt. Einnig verður farið í spónlausa vinnu, spóntöku, málmskurðaraðferðir, helstu málmsuðuaðferðir, skrúfur, bolta og draghnoð og reglur um kerrur og búnað þeirra.

Kennari

Ekki skráður

Fullt verð:

NaN kr.-

Verð til aðila IÐUNNAR:

NaN kr.-

Nánari upplýsingarSenda fyrirspurn

Farið verður yfir sjónskoðanir, vökvadeypni og segulagnaprófanir, helstu kosti og galla og takmarkanir hverrar aðferðar fyrir sig. Þátttakendur prófa sjálfir hinar mismunandi aðferðir.

Kennari

Ekki skráður

Fullt verð:

NaN kr.-

Verð til aðila IÐUNNAR:

NaN kr.-

Nánari upplýsingarSenda fyrirspurn

Að loknu námskeiðinu þekkir þú hvernig kælimiðli er tappað af og bætt á kælikerfi, hvernig smurolíu er tappað af og bætt á kælipressur, innstillingu há- og lágþrýstiliða, hlutverk þurrkara og þurrkaraskipta og grunnatriði bilanaleitar. Með þessa þekkingu að vopni geturðu bætt kælimiðli á kæli- og frystikerfi, skipt um smurolíu, stillt há- og lágþrýstiliða, skipt um þurrkara og leitað bilana í kerfum.

Kennari

Ekki skráður

Fullt verð:

100.000 kr.-

Verð til aðila IÐUNNAR:

40.000 kr.-

Nánari upplýsingarSenda fyrirspurn

Á námskeiðinu er farið í gegnum bæði fræðilega og verklega hlið á hönnun og rekstri kælikerfa framtíðarinnar með CO2 sem kælimiðil. Þetta námskeið veitir þér grunnþekkingu í hönnun, gangsetningu, rekstri og viðhaldi kælikerfa sem nota CO2 sem kælimiðil. Fræðilega kennslan er staðfest með verklegum æfingum þar sem þátttakendur fá að breyta innstillingum á CO2 æfingarkælikerfunum og sjá þau áhrif sem það hefur. Einnig er sýnt hvernig á að fylla og tæma kælikerfi með CO2 kælimiðli og bent á mismuninn samanborið við þekktari kælimiðla. Kennslan skiptist á milli fræðilegrar umfjöllunar, þekkingar og reynslu miðlunar, verklegra æfinga og sýnikennslu.

Kennari

Ekki skráður

Fullt verð:

200.000 kr.-

Verð til aðila IÐUNNAR:

50.000 kr.-

Nánari upplýsingarSenda fyrirspurn

Farið verður yfir hinar ýmsu tegundir lega. Til hvers eru legur, hönnun o.fl. Ásetning lega, hvernig tökum við þær af ásum, smurning, ending og skemmdir. Hvaða verkfæri og lausnir eru til við hin ýmsu vandamál varðandi það að skipta um legur.

Kennari

Hilmar Brjánn Sigurðsson

Fullt verð:

35.000 kr.-

Verð til aðila IÐUNNAR:

9.000 kr.-

Nánari upplýsingarSenda fyrirspurn

Farið er yfir uppbyggingu hinna ýmsu gerða teikninga, t.d. kassateikningar, einlínuteikningar og straumrásarteikningar. Lögð er áhersla á að kynna alþjóðastaðalinn (IEC). Lögð er áhersla á lestur rafteikninga og þá helst af rafkerfum í skipum, sérstaklega iðntölvu stýringar. Rafkerfi á millidekkjum skoðuð. Að nemendur öðlist þjálfun í lestri rafmagnsteikninga, svo sem af rafkerfum skipa og geri sér grein fyrir uppbyggingu slíkra kerfa.

Kennari

Ekki skráður

Fullt verð:

70.000 kr.-

Verð til aðila IÐUNNAR:

20.000 kr.-

Nánari upplýsingarSenda fyrirspurn

Þetta námskeið er fyrir aðila sem að koma útfærslu og uppsetningu á loftræsikerfum í byggingum. Í námskeiðinu verður sett áhersla á loftræsingu íbúðarhúsnæðis. Farið verður yfir mismunandi gerðir loftræsilausna, mikilvægi loftræsingar, loftgæði, orkunotkun, reglugerðarkröfur og mismunandi möguleika við stýringu. Skoðum sérstaklega úrfærslur á loftskiptakerfum í nýju íbúðarhúsnæði. Á námskeiðinu er gert ráð fyrir virkri þátttöku þeirra sem taka þátt í umræðum varðandi lausnir.

Kennari

Eiríkur Ástvald Magnússon

Fullt verð:

20.000 kr.-

Verð til aðila IÐUNNAR:

5.000 kr.-

Nánari upplýsingarSenda fyrirspurn

Tilgangur námsþáttarins er að námsmenn kynnist uppbyggingu og virkni loftstýrikerfa og helstu einingum þeirra. Þeir fá þjálfun í lestri táknmynda samkvæmt ISO staðli og að þekkja samhengi flatar, þrýstings og krafts. Fjallað er um hvernig einingar loftstýrikerfa eru valdar og settar upp samkvæmt teikningu.

Kennari

Kristján Kristjánsson

Fullt verð:

NaN kr.-

Verð til aðila IÐUNNAR:

NaN kr.-

Nánari upplýsingarSenda fyrirspurn

Á þessu námskeiði færð þú þekkingu á bóklegum og verklegum grunni í logsuðu og meðhöndlun málma fyrir og eftir suðu. Að því loknu ertu fær um að stilla suðutæki, velja rétt gas og spíssa, meta og mæla gasflæði, sjóða einfaldar suður í plötu og rör (stúfsuðu) ásamt því að beita öryggisákvæðum á vinnustað.

Kennari

Ekki skráður

Fullt verð:

70.000 kr.-

Verð til aðila IÐUNNAR:

35.000 kr.-

Nánari upplýsingarSenda fyrirspurn

Kynning á lóðun, suðulóðun, harðlóðun, slaglóðun. Mjúklóðun og silfurkveikingu. Farið er í efnisfræði og vinnuvernd og gerðar verklegar æfingar.

Kennari

Gústaf Adólf Hjaltason, véltæknifræðingur IWE

Fullt verð:

60.000 kr.-

Verð til aðila IÐUNNAR:

30.000 kr.-

Nánari upplýsingarSenda fyrirspurn

Á þessu námskeiði færð þú þekkingu á bóklegum og verklegum grunni í pinnasuðu og hlífðargassuðu, meðhöndlun málma fyrir og eftir suðu. Þá þekkir þú grunnatriði rafmagnsfræðinnar varðandi ljósbogasuðu, lærir um meðhöndlun málma fyrir og eftir suðu og verður fær um að stilla suðuvélar, mæla gasflæði, velja vír fyrir pinna- og MIG/MAG suðu, slípa skaut fyrir TIG suðu, sjóða einfaldar TIG, MIG/MAG og pinnasuður og loks beita öryggisákvæðum á vinnustað.

Kennari

Hilmar Brjánn Sigurðsson

Fullt verð:

40.000 kr.-

Verð til aðila IÐUNNAR:

10.000 kr.-

Nánari upplýsingarSenda fyrirspurn

Á námskeiðinu færð þú þekkingu á bóklegum og verklegum grunni MIG/MAG- suðu, farið verður í grunnatriði rafmagnsfræðinnar varðandi suðu. Þú færð þekkingu á meðhöndlun málma fyrir og eftir suðu. Að því loknu ertu fær um að stilla suðuvélar, velja rétt gas, meta og mæla gasflæði, sjóða einfaldar MIG/MAG-suður (stúfsuður og kverksuður), ásamt því að beita öryggisákvæðum á vinnustað.

Kennari

Hilmar Brjánn Sigurðsson

Fullt verð:

40.000 kr.-

Verð til aðila IÐUNNAR:

10.000 kr.-

Nánari upplýsingarSenda fyrirspurn

Á námskeiðinu færð þú þekkingu á bóklegum og verklegum grunni í pinnasuðu, farið verður í grunnatriði rafmagnsfræðinnar varðandi suðu og kennd meðhöndlun málma fyrir og eftir suðu. Þátttakandi öðlast þekkingu í að stilla suðuvélar, sjóða einfaldar pinnasuður (stúfsuður, kverksuður) og beita öryggisákvæðum á vinnustað.

Kennari

Ekki skráður

Fullt verð:

70.000 kr.-

Verð til aðila IÐUNNAR:

35.000 kr.-

Nánari upplýsingarSenda fyrirspurn

Sækja fleiri
Hafa samband

Hafðu samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband