image description

Námssamningar í bíliðngreinum

Nám í farartækja- og flutningsgreinum  hefst með einnar annar sameiginlegu grunnnámi bíliðna en að því loknu velja nemendur sérnám í bifreiðasmíði, bifvélavirkjun eða bílamálun. Sérnámið skiptist annars vegar í bóklegt og verklegt nám í skóla og hins vegar vinnustaðanám.

Smelltu á þá grein sem þú vilt fá frekari upplýsingar um:

Meðalnámstími í bifreiðasmíði er 3,5 ár, samtals 5 annir í skóla og 48 vikna vinnustaðanám.
Vinnustaðanámið er skipulagt sem 48 vikna starfsþjálfun.

Eftir burtfararpróf frá skóla og að loknu vinnustaðanámi öðlast neminn rétt til að taka sveinspróf sem leiðir til starfsréttinda í bifreiðasmíði og síðar meir til meistaranáms.

Fyrirtæki með nemaleyfi í bifreiðasmíði:

NafnHeimilisfangPóstnúmer
Bílamálun Egilsstöðum ehfFagradalsbraut 21-23700
BL ehfSævarhöfða 2110
GB Tjónaviðgerðir Dvergháls 6-8110
Nýja Bílasmiðjan hfFlugumýri 20270
TK bílar ehf - Toyota KauptúniKauptúni 6210

Meðalnámstími í bílamálun er 3 ár, samtals 4 annir í skóla og 32 vikna vinnustaðanám.
 Vinnustaðanámið er skipulagt sem 32 vikna starfsþjálfun.

Eftir burtfararpróf frá skóla og að loknu vinnustaðanámi öðlast neminn rétt til að taka sveinspróf sem leiðir til starfsréttinda í bílamálun og síðar meir til meistaranáms.

Fyrirtæki með nemaleyfi í bílamálun:

NafnHeimilisfangPóstnúmer
BL ehfSævarhöfða 2110

Meðalnámstími í bifvélavirkjun er 3,5 ár, samtals 5 annir í skóla og 48 vikna vinnustaðanám.
Vinnustaðanámið er skipulagt sem 48 vikna starfsþjálfun.

Eftir burtfararpróf frá skóla og að loknu vinnustaðanámi öðlast neminn rétt til að taka sveinspróf sem leiðir til starfsréttinda í bifvélavirkjun og síðar meir til meistaranáms.

Fyrirtæki með nemaleyfi í bifvélavirkjun:

NafnHeimilisfangPóstnúmer
Bernhard ehfVatnagarðar 24-26104
Betri bílar ehfSkeifan 5C108
Bílaverkstæði Kjartans og Þorgeirs S/RSmiðjuvegur 48200
Bílaverkstæði Norðurlands ehfDraupnisgata 6603
Bílson VerkstæðiðKlettháls 9110
Bílvogur ehf Auðbrekka 17200
BL ehfSævarhöfða 2110
Brimborg ehf - Max 1, VélalandBíldshöfða 6110
Brimborg fólksbílar B6Bíldshöfða 6110
HEKLALaugvegur 174104
TK bílar ehf - ToyotaKauptúni 6210

Starfsþjálfun er almennt ekki metin fyrr en eftir fyrstu önn í lotunámi. Starfsþjálfun skal tekin á viðurkenndu verkstæði og undir stjórn iðnmeistara í viðkomandi iðngrein. Gera skal samkomulag um starfþjálfun áður en hún hefst. Hér má finna Reglugerð um vinnustaðanám og starfsþjálfun á vinnustað.

Allar frekari upplýsingar um námssamninga í bílgreinum veitir Inga Birna Antonsdóttir í síma 590 6400 eða með því að senda tölvupóst á inga@idan.is.

Upplýsingar um sveinspróf í bíliðngreinum er að finna hér.

Hafa samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband