image description

Námssamningar í matvæla- og veitingagreinum

Nám í matvæla- og veitingagreinum skiptist í skólanám og vinnustaðanám. Ætlast er til að nám í skóla og nám á vinnustað tvinnist saman og myndi eina heild. Skólanámið hefst með einnar annar sameiginlegu grunnnámi en að því loknu velja nemendur sérnám í bakaraiðn, framreiðslu, kjötiðn eða matreiðslu. Sérnámið skiptist annars vegar í bóklegt og verklegt nám í skóla og hins vegar vinnustaðanám.

Smelltu á þá grein sem þú vilt fá frekari upplýsingar um:

Meðalnámstími í bakaraiðn er 4 ár, samtals 3 annir í skóla og 126 vikna vinnustaðanám.
Vinnustaðanámið er skipulagt sem 126 vikna starfsþjálfun.

Eftir burtfararpróf frá skóla og að loknu vinnustaðanámi öðlast neminn rétt til að taka sveinspróf sem leiðir til starfsréttinda í gull- og silfursmíði og síðar meir til meistaranáms.

Fyrirtæki með nemaleyfi í bakaraiðn:

Meðalnámstími í framreiðslu er 3 ár, samtals 3 annir í skóla og 80 vikna vinnustaðanám.
Vinnustaðanámið er skipulagt sem 80 vikna starfsnám.

Eftir burtfararpróf frá skóla og að loknu vinnustaðanámi öðlast neminn rétt til að taka sveinspróf sem leiðir til starfsréttinda í framreiðslu og síðar meir til meistaranáms.

Fyrirtæki með nemaleyfi í framreiðslu:

Meðalnámstími í kjötiðn er 4 ár, samtals 3 annir í skóla og 126 vikna vinnustaðanám.
Vinnustaðanámið er skipulagt sem 126 vikna starfsnám á námssamning.

Eftir burtfararpróf frá skóla og að loknu vinnustaðanámi öðlast neminn rétt til að taka sveinspróf sem leiðir til starfsréttinda í kjötiðn og síðar meir til meistaranáms.

Fyrirtæki með nemaleyfi í kjötiðn:

Meðalnámstími í matreiðslu er 4 ár, samtals 3 annir í skóla og 126 vikna vinnustaðanám.
Vinnustaðanámið er skipulagt sem 126 vikna starfsnám - nemendur þurfa að fara á námssamning hjá fyrirtæki með nemaleyfi.

Eftir burtfararpróf frá skóla og að loknu vinnustaðanámi öðlast neminn rétt til að taka sveinspróf sem leiðir til starfsréttinda í matreiðslu og síðar meir til meistaranáms.

Fyrirtæki með nemaleyfi í matreiðslu:

Nemendur geta valið hvort þeir hefja námið í skóla eða á vinnustað. Hvor leiðin sem valin er skal gera skriflegan námssamning milli nemanda og fyrirtækis um umfang og tilhögun vinnustaðanámsins. 

Vinnustaðanámið skal tekið á viðurkenndum vinnustað og undir stjórn iðnmeistara í viðkomandi iðngrein. Gera skal samkomulag um vinnustaðanámið áður en það hefst. Þar sem skólanámið og vinnustaðanámið samtvinnast er nauðsynlegt að góð samvinna eigi sér stað á milli þessara tveggja fræðsluaðila jafnframt því sem um er að ræða ákveðna verkaskiptingu og sérhæfingu. Verktakavinna er ekki metin. Hér má finna Reglugerð um vinnustaðanám og starfsþjálfun á vinnustað.

Gert er ráð fyrir að ferilbók fylgi nemanum í gegnum námið. Þar er lýst markmiðum, viðfangsefnum og verkþáttum í vinnustaðanámi og bera nemandi og meistari sameiginlega ábyrgð á því að þjálfun nemandans í einstökum verkefnum verði skráð í bókina. Mælt er með því að fyrirtæki sem taka nemendur á námssamning feli ákveðnum tilsjónarmanni að hafa með höndum skipulagningu námsins og umsjón með því.

Allar frekari upplýsingar um námssamninga í matvælagreinum veitir Helga Björg Hallgrímsdóttir í síma 590 6400 eða með því að senda tölvupóst á helga@idan.is.

Hafa samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband