image description

Námssamningar í snyrtigreinum

Undir snyrtigreinar falla hársnyrtiiðn og snyrtifræði og skiptist námið annars vegar í bóklegt og verklegt nám í skóla og hins vegar vinnustaðanám. 

Smelltu á þá grein sem þú vilt frekari upplýsingar um:

Snyrtifræði er löggilt iðngrein. Meginmarkmið námsins er að veita almenna, faglega undirstöðumenntun í greininni, auka færni nemenda í meðferð snyrtivara og beitingu áhalda og tækja og gera nemendur færa um að veita þá alhliða þjónustu sem í boði er á snyrtistofum.

Meðalnámstími er þrjú til fjögur ár, samtals sex annir í skóla og 40 vikna starfsþjálfun.

Námið er alls 152 einingar og lýkur með sveinsprófi er veitir rétt til starfa í iðninni og til inngöngu í nám til iðnmeistaraprófs.

Eftir burtfararpróf frá skóla og að loknu vinnustaðanámi öðlast neminn rétt til að taka sveinspróf sem leiðir til starfsréttinda í snyrtifræði og síðar meir til meistaranáms.

Fyrirtæki með nemaleyfi í snyrtifræði:

NafnHeimilisfangPóstnúmer
Abaco ehfHrísalundi 1 A600
Aroma snyrtistofaHeiðarvegi 9 b900
Ársól sfEfstalandi 26108
Bonita - Thea ehf.Hæðarsmára 6201
Carita snyrtingDalshrauni 11220
Comfort Snyrtistofa ehfÁlfheimum 6104
Dekur SnyrtistofaDalbraut 1300
Eftirlæti ehf.Aðalgötu 4550
Guinot - MC stofanGrensásvegi 50108
Heilsa og fegurðSmáratorgi 3201
Laugar SpaSundlaugavegi 30105
Reykjavík SpaSigtúni 38105
Salon sfÞverholti 18105
Snyrtimiðstöðin LancômeKringlunni 7103
Snyrtistofa Grafarvogs ehfHverafold 1-3112
Snyrtistofan AldaTjarnarbraut 19700
Snyrtistofan DimmalimmHraunbæ 102110
Snyrtistofan EvaAusturvegur 4800
Snyrtistofan GarðatorgiGarðatorgi 7210
Snyrtistofan Helena fagra ehfLaugavegi 163105
Snyrtistofan ÍlitSandskeiði 22620
Snyrtistofan Jóna Hamraborg 10200
Snyrtistofan LindSunnuhlíð 12600
Snyrtistofan MorgunfrúHátúni 6 b105
Snyrtistofan ParadísLaugarnesvegi 82104
Snyrtistofan RósEngihjalla 8200
Snyrtistofan ÞemaDalshrauni 11220

Nám í hársnyrtiiðn er samningsbundið iðnnám. Meðalnámstími er 3,5 ár, samtals 167 einingar, að vinnustaðanámi meðtöldu. Námið skiptist í almennt bóklegt nám og verklegt nám í skóla sem fer fram á fimm námsönnum. Nemendur byrja á að taka tvær samfelldar námsannir í skóla og hefja að því loknu starfsþjálfun á vinnustað. Vinnustaðanám er 72 fullar vinnuvikur fyrir utan lögbundin frí og skal nemi gera áætlun um það í samráði við vinnuveitanda og skóla hvernig best er að flétta saman námsönnum í skóla og starfsþjálfun á vinnustað. 

Eftir burtfararpróf frá skóla og þegar vinnustaðanámi er lokið öðlast neminn rétt til að taka sveinspróf sem leiðir til starfsréttinda í hársnyrtiiðn og til inngöngu í meistaranám.

Vinnustaðanám skal tekið á viðurkenndum vinnustað með nemaleyfi í viðkomandi grein og undir stjórn meistara . Gera skal námssamning um vinnustaðanám áður en það hefst. Verktakavinna er ekki metin.

Hafa samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband