image description

Þróun iðnnáms sem stuðlar að félagslegri inngildinguIÐAN fræðslusetur tekur þátt í alþjóðlegu verkefni sem ber heitið Þróun iðnnáms sem stuðlar að félagslegri inngildingu– pólsk-skandinavísk skipti á reynslu og góðum vinnubrögðum (Development of vocational education aiming at social inclusion – Polish-Scandinavian exchange of experience and good practice). Verkefnið er styrkt af EEA Grants sem eru styrkir fjármagnaðir af Íslandi, Liechtenstein og Noregi. Markmið þeirra eru að stuðla að jafnari Evrópu, bæði félagslega og efnahagslega og að efla tengsl Íslands, Liechtenstein og Noregs og 15 styrkþegaríkja í Evrópu. 

Verkefnavinnan hófst í Toruń í Póllandi í lok október, þar var samningur sveitarfélagsins Toruń í Póllandi, IÐUNNAR fræðsluseturs og Fitjar vidaregåande skule í Noregi undirritaður. Verkefnið stendur til ágúst 2022, og á meðan á því stendur verðum við með röð þriggja vinnusmiðja sem fara fram í Fitjum, Reykjavík og Toruń.

Skiljum betur pólska menntakerfið

Meginmarkmið verkefnisins er að bæta faglega hæfni og tungumálakunnáttu þátttakenda og koma á fót samstarfi sem miðar að því að bæta gæði iðnmenntunar. Tilgangur okkar með verkefninu er að kynnast menntakerfi og atvinnulífinu í Póllandi og Noregi og byggja upp tengsl. Þessi samvinna mun hjálpa okkur við að skilja betur pólska og norska menntakerfið og þar af leiðandi veita okkar félagsmönnum og fyrirtækjum betri þjónustu.

Til fróðleiks: Toruń er í norðurhluta Póllands við ána Vistula, um 170 km suður af Gdańsk. Þetta er ein af elstu borgum Póllands og er á heimsminjaskrá UNESCO. Toruń er mest þekkt sem upprunaborg piparkökunnar og stjörnufræðingsins Nicolaus Copernicus.

Hafa samband

Hafðu samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband