„Tækninni fer sífellt fram og framtíðin er björt,“ segir Rob Usherwood sérfræðingur í raf- og tvinnbílum. Hann hefur kennt íslensku fagfólki í bílgreinum undanfarnar vikur og miðlar af áratuga reynslu.
Fjöldi fulltrúa úr iðngreinum á Norðurlandi, kennarar og starfsfólk fyrirtækja komu saman á opnum fundi á Akureyri í gær þar sem fjallað var um stöðu símenntunar í landshlutanum og hlutverk Iðunnar fræðsluseturs.
Persónusniðnar lausnir, virðisaukandi þjónusta til fyrirtækja, meiri áhersla á sjálfvirkni og stafræna prentun. Þetta er vegvísir til vaxtar í prentiðnaði að mati Charles Jarrold framkvæmdastjóra BPIF (British Printing Industries Federation).