Námskeið og fræðsla

Skráðu þig núna!

Athyglisvert

Nýtt

Eflum leiðtogahæfni og jákvæðni - njótum meiri árangurs

Markmiðið námskeiðs er að auka skilning og hæfni stjórnenda og starfsmenn til að skapa og innleiða leiðtogamenningu. Það ríki traust, jákvætt hugarfar, vellíðan og allir hafi tækifæri til að njóta sín.

Persónuhlífar

Þetta námskeið er fyrir alla starfsmenn í bygginga- og mannvirkjagreinum. Tilgangur þess er að kynna þátttakendum mikilvægi persónuhlífa. Þegar notaðar eru persónuvarnir verður notandinn að vita að þær séu réttar fyrir hvert verkefni, passi á viðkomandi og standist staðla og kröfur. Á þessu námskeiði komumst við nær því að skilja virkni og getu persónuhlífa ásamt því að kynnast stöðlum sem eru nauðsynlegir til að tryggja öryggi okkar. Farið verður yfir flestar gerðir persónuhlífa eins og hjálma, heyrnahlífar, gleraugu, skó, hanska og annan fatnað. Á námskeiðinu verða sýndar nýjustu gerðir persónuhlífa sem henta við mismunandi aðstæður. ​

Húsveitugrindur og stjórngrindur

Þetta námskeið er fyrir pípulagningamenn og aðra fagaðila í vatnslagnaiðnaði. Fjallað er um tæknilega tengiskilmála hita- og vatnsveitna og staðbundin tengiskilyrði. Farið er yfir húsveitugrindur veitna og hlutverk þeirra, einnig stjórngrindur fyrir lagnakerfi húsa og forsendur fyrir hönnun þeirra. Farið er yfir lagnaframkvæmd, frágang og umhirðu stjórngrinda. Einnig er fjallað um gæðakerfi og hlutverk þeirra.

+ Fleiri námskeið

Vefnámskeið

Excel í iðnaði fyrir algjöra byrjendur

Á þessu Excel grunnnámskeiði ætlum við að fara yfir það helsta, kynnast forritinu, tala um borða, dálka, raðir og margt fleira.

Einfaldlega InDesign

Hér kennir Sigurður Ármansson hönnuður leikum jafnt sem lærðum á InDesign umbrotsforritið frá Adobe.

Umbúðir grunnur

Eru umbúðir hluti af þínu starfi? Viltu dýpka þekkingu þína á hönnunar- og framleiðsluferlinu? Ertu hönnuður, sölumaður eða starfsmaður í greininni og langar að bæta við þig þekkingu. Þá er þetta námskeið fyrir þig.

+ Fleiri námskeið

Raunfærnimat

Raunfærnimat er leið til að meta þá færni og þekkingu sem öðlast má á vinnumarkaði. Matið getur mögulega stytt nám og verið hvatning til að ljúka því. Skilyrði fyrir þátttöku í raunfærnimati eru 23 ára aldur og 3 ára staðfest starfsreynsla í viðkomandi grein. Að loknu raunfærnimati er hægt að halda áfram námi og ljúka sveinsprófi.
Mynd -

Fræðslumolar í matreiðslu

Fræðslumolar

Úrbeining á lambalæri og skemmtilegir réttir...

Tveir nýir fræðslumolar fyrir matreiðslu- og kjötiðnaðarfólk
Myndskeið

Vill helst elda alfarið úr íslensku hráefni

Kári Þorsteinsson yfirkokkur og eigandi Nielsen veitingahúss ræðir um áherslur sínar og reksturinn á Egilstöðum.

Skráning á póstlista

Hafa samband

Hafðu samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband