Viðburðurinn hentar öllum sem vinna við málmsuðu, í stálsmiðjum, vélaverkstæðum eða hafa óbilandi áhuga á faginu. Allir áhugasamir um málmsuðu og tengda tækni eru velkomnir.
Markmiðið með Málmsuðudeginum er að kynna nýjustu þróun í málmsuðutækni og efla tengsl og þekkingu meðal þeirra sem starfa á þessu sviði.
Málmsuðudagurinn fer fram þann 16. maí í húsakynnum Iðunnar fræðsluseturs að Vatnagörðum 20 og er haldinn í samstarfi við Veldix.
Dagskrá viðburðarins:
Stutt áhættugreining:
Viðburður fer fram innandyra og utandyra. Lítil hætta er til staðar, en mikilvægt er að fylgja leiðbeiningum við umgengni við torfærubíl og tæki á staðnum. Hvetjum gesti til að fara gætilega í nánd við tæki og fylgja fyrirmælum starfsfólks.