Raunfærnimat

 

Raunfærnimati er ætlað að meta þá færni og þekkingu sem þú hefur öðlast í starfi. Það getur mögulega stytt skólagöngu þína. Frekari upplýsingar um hvert fag getur þú nálgast hér að neðan.

Vorið 2015 verður raunfærnimat í boði í eftirtöldum greinum:

  • Bifvélavirkjun, bílamálun, bifreiðasmíði
  • Húsasmíði, pípulögnum, málaraiðn, múraraiðn
  • Aðstoðarþjóni, framreiðslu, matreiðslu

Allar nánari upplýsingar um raunfærnimat veita náms- og starfsráðgjafar IÐUNNAR.

 

 

raunfaernimat-icon-bilgreinar  raunfaernimat-icon-byggingagreinar  raunfaernimat-icon-matvaelagreinar raunfaernimat-icon-malmur   raunfaernimat-icon-skrudgardyrkja
Bifvélavirkjun Húsasmíði Bakaraiðn Blikksmíði Skrúðgarðyrkja
Bifreiðasmíði Málaraiðn Framreiðsla Rennismíði  
Bílamálum Múraraiðn Kjötiðn Stálsmíði  
  Pípulagnir Kjötskurður Vélvirkjun  
    Matartækni Vélstjórn  
    Matreiðsla  Málmsuða  

Raunfærni er sú færni og þekking sem einstaklingur hefur í raun. Færni má ná með ýmsum hætti til dæmis starfsreynslu, bók- og starfsnámi. Þetta getur verið bæði formlegt nám, sem fram fer innan skólakerfisins, og óformlegt nám sem fer fram utan skólakerfisins. 

Raunfærnimat er mat á þeirri raunfærni sem viðkomandi hefur, er mikil hvatning til náms fyrir einstaklinga á vinnumarkaðnum og gefur þeim tækifæri til að ljúka námi sínu. Mat á raunfærni byggir á þeirri hugmynd að nám sé verðmætt og að það sé skjalfest óháð því hvar þess hefur verið aflað. 

Inntökuskilyrði í raunfærnimat

Löggiltar iðngreinar: 25 ára lífaldur og 5 ára starfsreynsla (3ja ára í skrúðgarðyrkju).

Málmsuða, matartækni og kjötskurður: 25 ára lífaldur og 3ja ára starfsreynsla.

Aðstoðarþjónn: 23 ára lífaldur og 3ja ára starfsreynsla.

Raunfærnimatsferlið er í fimm liðum

  1. Kynningarfundur
  2. Finna gögn og koma í viðtal til náms- og starfsráðgjafa
  3. Færnimappa gerð í samstarfi við náms- og starfsráðgjafann
  4. Mat og viðurkenning
  5. Farið yfir niðurstöður. Hvað stendur eftir? Skólaganga skipulögð.

Í kjölfar raunfærnimats getur skipt sköpum fyrir þátttakendur að boðið sé upp á fjölbreyttar námsleiðir til að ljúka námi í greininni og er það í höndum framhaldsskólanna.  

Hægt er að finna nánari upplýsingar um raunfærni á heimasíðu Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins. Evrópskar leiðbeiningar um mat á raunfærni eru einnig til.

 
 

IÐAN fræðslusetur

IÐAN fræðslusetur ehf. varð til við samruna fjögurra fræðslumiðstöðva .... 

Lesa meira

Fylgstu með okkur á netinu

Þú getur fylgst með okkur á Facebook, Google+ og Twitter

 

Hlutverk IÐUNNAR fræðsluseturs

Hlutverk IÐUNNAR er fyrst og fremst að bæta hæfni fyrirtækja og starfsmanna í iðnaði.

Svið IÐUNNAR:

Skrifstofan að Vatnagörðum 20

Vatnagarðar 20Aðalskrifstofur og kennslustofur IÐUNNAR fræðslusetur eru að Vatnagörðum 20, 104 Reykjavík.

Sími: 590 6400
Bréfasími: 590 6401
Netfang: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Opið frá 9 - 16 alla virka daga

Námsvísir vorannar

Forsíða námsvísis vorannar 2015

You are here: Home Raunfærnimat