Raunfærnimat

raunfaernimatsbordi

Getur þú staðfest 3 ára fullt starf í iðninni með opinberum gögnum, svo sem lífeyrissjóðsyfirliti? 
Ertu 23 ára eða eldri? Langar þig að ljúka námi í þínu fagi?

Allar nánari upplýsingar um raunfærnimat veita náms- og starfsráðgjafar IÐUNNAR í síma 590 6400 eða This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

Á vorönn 2016 er fyrirhugað raunfærnimat í eftirtöldum greinum: bílgreinum, prentun, framreiðslu, húsasmíði, múriðn
pípulögnum, málaraiðn, skrúðgarðyrkju og málmsuðu.

Raunfærnimati er ætlað að meta þá færni og þekkingu sem þú hefur öðlast í starfi og frítíma. Það getur mögulega stytt skólagöngu þína. Frekari upplýsingar um hvert fag getur þú nálgast hér að neðan.

Raunfærni er sú færni og þekking sem einstaklingur hefur í raun. Færni má ná með ýmsum hætti til dæmis starfsreynslu, starfsnámi, frístundum, námi, félagsstörfum og fjölskyldulífi. Þetta getur verið bæði formlegt nám, sem fram fer innan skólakerfisins, og óformlegt nám sem fer fram utan skólakerfisins. 

Raunfærnimat er mat á þeirri raunfærni sem viðkomandi hefur, er mikil hvatning til náms fyrir einstaklinga á vinnumarkaðnum og gefur þeim tækifæri til að ljúka námi sínu.

Raunfærnimat er unnið í samstarfi við Fræðslumiðstöð atvinnulífsins og er gengið út frá að eðlilegt sé að meta færni sem til staðar er óháð því hvernig hennar hefur verið aflað. Mat á raunfærni byggir á þeirri hugmynd að nám sé verðmætt og að það sé skjalfest óháð því hvar þess hefur verið aflað. 

Inntökuskilyrði í raunfærnimat

23 ára lífaldur og 3 ára starfsreynsla

Raunfærnimatsferlið er í fimm liðum

  1. Kynningarfundur
  2. Finna gögn og koma í viðtal til náms- og starfsráðgjafa
  3. Færnimappa gerð í samstarfi við náms- og starfsráðgjafann
  4. Mat og viðurkenning
  5. Farið yfir niðurstöður. Hvað stendur eftir? Skólaganga skipulögð.

Í kjölfar raunfærnimats getur skipt sköpum fyrir þátttakendur að boðið sé upp á fjölbreyttar námsleiðir til að ljúka námi í greininni sem mat á raunfærni fór fram í og er það í höndum framhaldsskólanna og/eða  fullorðinsfræðsluaðila.  

Hægt er að finna nánari upplýsingar um raunfærni á heimasíðu Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins. Evrópskar leiðbeiningar um mat á raunfærni eru einnig til.

 
 

IÐAN fræðslusetur

IÐAN fræðslusetur ehf. varð til við samruna fjögurra fræðslumiðstöðva .... 

Lesa meira

Fylgstu með okkur á netinu

Þú getur fylgst með okkur á Facebook, Google+ og Twitter

 

Hlutverk IÐUNNAR fræðsluseturs

Hlutverk IÐUNNAR er fyrst og fremst að bæta hæfni fyrirtækja og starfsmanna í iðnaði.

Svið IÐUNNAR:

Skrifstofan að Vatnagörðum 20

Vatnagarðar 20Aðalskrifstofur og kennslustofur IÐUNNAR fræðsluseturs eru að Vatnagörðum 20, 104 Reykjavík.

Sími: 590 6400
Bréfasími: 590 6401
Netfang: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Opið frá 9 - 16 alla virka daga

Námsvísir vorannar

namsvisir-vor2016-vefur

 
You are here: Home Raunfærnimat
×

Skráðu þig á póstlistann okkar

Fylgdust með því sem er að gerast á þínu sviði.

* verður að fylla út


Námskeiðsflokkar