image description

Styrkir til vinnustaðanáms í Evrópu

Iðnnemar, nýsveinar, leiðbenendur og nefndarfólk hjá Iðunni eiga þess kost að sækja um Erasmus+ styrk til námsdvalar í öðru Evrópulandi. Iðan tekur þátt í fjölmörgun alþjóðlegum verkefnum og er Erasmus+ eitt af þeim. Markmiðið með námsdvöl í öðru landi er að kynnast betur sínu fagi í alþjóðlegu samhengi og veita innsýn í líf og störf fólks í útlöndum. Reynslan af slíkri námsdvöl er dýrmæt og getur aukið starfsmöguleika bæði heima og erlendis. Styrkupphæðir taka mið af lengd dvarar og eru mismunandi milli landa.

Iðnnemar og nýsveinar geta sótt um styrk til námsdvalar í útlöndum í að lágmarki 2 vikur. Oftast er þó dvalið í lengri tíma en það. Einnig geta leiðbeinendur og nefndarmenn hjá Iðunni farið í námsheimsóknir í skóla eða fyrirtæki og er þá miðað við sú heimsókn sé ekki skemur en 2 dagar.
  • Bíliðngreinar
  • Bygginga- og mannvirkjagreinar
  • Matvæla- og veitingagreinar
  • Málm- og véltæknigreinar
  • Prent- og miðlunargreinar
  • Snyrtigreinar
Meginreglan er að allir styrkir til einstaklinga teljast til skattskyldra tekna þeirra hvaðan sem styrkjanna er aflað. Upplýsingar um skattskylda styrki má finna hér.


Iðan fræðslusetur leggur áherslu á gæði námsmannaskipta í Evrópu. Unnið er eftir ákveðnum verklagsreglum sem eru settar af Erasmus+ og EQAMOB gæðaviðmiða.

Hafðu samband við okkur í síma 590 6400 eða með tölvupósti á netfangið idan(hjá)idan.is og við aðstoðum þig við að efla þína færni!

Erasmus+ merkið
“Finnlandsdvölin var frábær. Mjög áhugavert að fá að starfa við húsgagnasmíði í landi þar sem löng hefð er fyrir smíði húsgagna úr efnivið sem vex í nærumhverfinu.”Erna Ástþórsdóttir - Húsgagnasmíði
“Dvöl mín á Fäviken í Svíþjóð var skemmtileg og krefjandi upplifun sem óhætt er að segja hafi víkkað sjóndeildarhringinn á náminu til muna.”Atli Snær Rafnsson - Matreiðsla
Hafa samband

Hafðu samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband