image description

Upskilling the EU Hospitality Industry with Portable Micro-Credentials

Nýlega var gengið frá samningi um þátttöku Iðunnar fræðsluseturs í þróunarverkefninu Upskilling the EU Hospitality Industry with Portable Micro-Credentials. Verkefnið hlaut 900 þúsund evra styrk úr KA2 – Erasmus+ styrkjaáætlun Evrópusambandsins og miðar að því að þróa örfræðslu og örgráður (e. micro credentials) í því skyni að styðja við símenntun og viðbótarþjálfun (e. upskilling) starfsmanna í hótel- og veitingageiranum. Verkefnið fellur undir Partnerships for Innovation - Forward-Looking Projects

Verkefnið er til þriggja ára og því er stýrt af UCN (University college Nordjylland) í Danmörku en aðrir þátttakendur eru:

Þess má geta að innan ESB er mikil áhersla lögð á þróun og innleiðingu á örnámskeiða og stafrænum mörkum. Þar á bæ er sá skilningur ríkjandi að örfræðsla sem studd er öruggri vottun með stafrænum viðurkenningum geri fræðslu aðgengilegri og fólki einfaldara um vik að afla sér nauðsynlegrar færni og hæfni fyrir þátttöku á vinnumarkaði sem er í stöðugri þróun. Þessi fræðsluleið kemur ekki í stað hefðbundinnar menntunar heldur er um að ræða hreina viðbótarþjálfun sem er til þess gerð að mæta bæði óskum einstaklinga og kröfum vinnumarkaðarins.

MCEU - logo

Hafa samband

Hafðu samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband