image description

VISKA

Iðan fræðslusetur og Fræðslumiðstöð atvinnulífsins hlutu í mars s.l. styrk úr Erasmus+ sjóði Evrópusambandsins. Verkefnið heitir VISKA (Visible Skills of Adults).

Í verkefninu verður unnið að fimm meginþáttum:

  1. Þróa og efla tengslanet hagsmunaaðila í sveitafélögum og á landsvísu (stefnumótendur, aðilar vinnumarkaðarins og fagfólk sem vinnur með   raunfærnimat/mat á færni).
  2. Þróa og/eða aðlaga verkfæri sem nýtt eru í mati á færni, með rafræna miðla og einstaklingsnálgun í huga, til að nýta með sérstökum  markhópum og tryggja gæði raunfærnimatsferlisins.
  3. Skapa sameiginleg viðmið fyrir skráningu og mat á yfirfæranlegri færni fyrir fjölbreytta markhópa (innflytjendur og/eða fólk með litla   formlega menntun).
  4. Þjálfun og/eða færniuppbygging fyrir náms- og starfsráðgjafa og aðra fagaðila sem koma að raunfærnimati, með ákveðna markhópa í huga.
  5. Bæta aðgengi að og þekkingu á mati á færni og þeirri þjónustu og stuðningi sem í boði er, með ákveðna markhópa í huga.  Nánari upplýsingar um verkefnið veita Helen og Rakel hjá Iðunni

Útgefið efni
 


 

Hafa samband

Hafðu samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband