Sveppir og sveppatínsla í íslenskri náttúru.
Vilmundur Hansen, grasa- og garðyrkjufræðingur fjalla um helstu sveppi í íslenskri náttúru sem má nýta til matar, söfnun, meðhöndlun og geymslu. Sagt verður frá tíu bestu sveppunum og hvar þá er helst að finna. Einnig verður fjallað um þá sveppi sem ber að varast.Í heiminum eru skráðar yfir 80.000 tegundir sveppa. Talan er ónákvæm því að á hverju ár finnast nýjar tegundir og sumar af þessum 80 þúsund tegundum flokkast í raun ekki til svepparíkisins heldur til frumdýra. Á Íslandi hafa fundist og verið skrásettar um 2000 tegundir sveppa, flestir þessara sveppa eru svo smávaxnir að þeir sjást ekki með berum augum.Um 700 tegundir kólfsveppa vaxa á Íslandi en fæstir þeirra eru matsveppir. Margir eru bragðvondir og óhæfir til átu af öðrum ástæðum til dæmis linir og of harðir.Svepparíkið skiptist í 5 fylkingar:1.Kytrusveppir (Chytridiomycota)2.Oksveppir (Zygomycota)3.Sveppir sem mynda innræna svepprót með plöntum (Glomeromycota)4.Asksveppir (Ascomycota)5.Kólfsveppir (Basidiomycota)