Raunfærnimat, bílaviðgerðir og mótorsport
Valdimar Jón Sveinsson segir okkur frá raunfærnimati IÐUNNAR og áhuga sínum á akstursíþróttum í þessum fyrsta þriðjudagsþætti hlaðvarps IÐUNNAR fræðsluseturs.
Valdimar er mikill áhugamaður um hvers kyns jaðaríþróttir og þá sérstaklega akstursíþróttir. Hann hefur unnið í 20 ár við bílamálun, bílaréttingar og viðgerðir ásamt því að keppa í rallí, torfæru og drifti.
Valdimar er bílamálari en ákvað að sækja sér meiri menntun og fór því í raunfærnimat í bílasmíði og bifvélavirkjun hjá IÐUNNI fræðslusetri. Hann mælir með því að allir sem áhuga hafa og uppfylla skilyrði fyrir raunfærnimat nýti sér það til að ljúka náminu. Þetta er ekkert erfitt, segir Valdimar, en þú verður að sanna að þú kunnir það sem þú segist kunna. Raunfærnimat er leið til að ljúka námi fyrir okkur sem erum búnir að vinna við greinina og hafa ekki allan tíman í heiminum til að vera í skóla, segir Valdimar.
Hér má finna frekari upplýsingar um raunfærnimat hjá IÐUNNI.