Það er lifandi atvinnugrein að reka alþjóðlegan flugvöll
Fjölþættar áskoranir í síbreytilegu umhverfi
Alþjóðaflugvöllurinn í Keflavík fær til sín margar milljónir gesta ár hvert. Það kallar á að starfsfólk viti nákvæmleg til hvers er ætlast af því og hlotið viðeigandi þjálfun.
Gerður Pétursdóttir fræðslustjóri Isavia er hér í skemmtilegu og fræðandi spjalli en hún hefur ásamt öflugu teymi byggt upp Isavia skólann síðan árið 2016. Í dag eru níu aðilar sem vinna að fræðslumálum við skólann ásamt tugum leiðbeinenda og starfsþjálfara.
Samsteypan telur um 1500 manns sem starfa við ólík störf. Það getur verið áskorun segir Gerður, 190 starfsheiti í 109 skipulagseiningum er flókið og kallar á fjölbreyttar þjálfunaráætlanir.
Gerður segir að móttaka sumarstarfsmanna sé alltaf ákveðin áskorun. Umsækjendur eru í langflestum tilfellum framhalds- og háskólanemar sem eru uppteknir eigin námi en þurfa jafnframt að ljúka viðamikilli þjálfun áður en komið er til starfa.
Það er því alveg ljóst að umfang fræðslu hjá Isavia er fjölbreytt og viðamikil. Gerður fer hérna yfir fræðslumálin hjá fyrirtækinu, stöðuna í dag og í nánustu framtíð.