Sveinsbréf afhent við hátíðlega athöfn

Glæsilegur hópur nýsveina fékk sveinsbréf sín á Hilton Reykjavík Nordica 19. mars sl.

Hildur Elín Vignir
Hildur Elín Vignir

    Fjölmennur hópur nýsveina tók á móti sveinsbréfum sínum við hátíðlega athöfn á Hótel Nordica í vikunni. Alls útskrifuðust nýsveinar úr átta greinum, en þær eru:

    • húsasmíði
    • húsgagnabólstrun
    • málaraiðn
    • pípulagnir
    • veggfóðrun
    • framreiðsla
    • matreiðsla

    Yfir 130 nýsveinar fengu sveinsbréfin sín afhend og einnig gjafabréf á námskeið frá Iðunni og aðrar gjafir frá sínum fag- og meistarafélögum. Einnig gáfu nokkur fyrirtæki gjafir til nýsveina í sínum greinum. Þá voru veitt verðlaun fyrir hæstu einkunnir á sveinsprófi í hverri grein. Athygli vakti að þrír nýsveinar útskrifuðust hæstir með afburða einkunn í málaraiðn.

    Um 300 gestir mættu á Nordica til að fagna nýsveinunum. Tónlistarmennirnir Sæmundur Rögnvaldsson sem syngur og leikur á trompet, Þorgrímur Þorsteinsson á gítar og Örn Ýmir Arason á kontrabassa fluttu ljúfa tóna.

    Við óskum nýsveinum hjartanlega til hamingju með áfangann og bjóðum þá velkomna í hóp fagfólks í iðnaði.

     

    Hafa samband

    Hafðu samband

    Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband