Byrjuðu í bílskúr í Hafnarfirði

Í dag eru höfuðstöðvar fyrirtækisins VHE að Melabraut 21-27 í Hafnarfirði, í alls 5 byggingum.

Guðrún Blandon
Guðrún Blandon

    VHE er fjölskyldufyrirtæki sem var stofnað árið 1971 af hjónunum Hjalta Einarssyni og Kristjönu Jóhannesdóttur. Lengi vel fór starfsemin að mestu fram í skúr á lóð þeirra hjóna við Suðurgötuna í Hafnarfirði.

    Árið 1995 tók elsti sonur þeirra við rekstrinum og hófst þá veruleg stækkun á fyrirtækinu. Í dag sérhæfir fyrirtækið sig í þjónustu á vélum og tækjum fyrir stóriðjuna. Þá starfrækir VHE einnig byggingadeild. Flóran af iðnaðamönnum er því breið og þarfir í fræðslumálum margvíslegar, bæði í Reykjavík og á Austurlandi.

    VHE fór því nýlega í gegnum verkefnið Fræðslustjóri að láni. „Helstu markmið með verkefninu var að fá heildaryfirsýn yfir fræðsluþörfina og skipuleggja fræðslustarf framtíðarinnar“ segir Guðrún Blandon mannauðsstjóri. Hún mælir aukna starfsánægju hjá starfsfólki sem hún vill tengja beint við verkefnið.

    Þetta og margt fleira í þessu fræðandi og skemmtilega spjalli.

     

    Hafa samband

    Hafðu samband

    Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband